Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Lagt er upp með að ný útgjöld ríkisins verði fjármögnuð með tilfærslum og sparnaði og að vöxtur ríkisútgjalda á næsta ári verði hóflegur. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlögum næsta árs á Alþingi í morgun. Innlent 11. september 2025 12:48
Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Innlent 11. september 2025 11:53
Vilja selja Landsbankann Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um sölu ríkisins á Landsbankanum. Viðskipti innlent 11. september 2025 11:07
Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra mælir í dag fyrir fjárlögum 2026 á Alþingi. Um er að ræða fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og hafa ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, boðaða „tiltekt og umbætur“ í fjárlögum næsta árs. Innlent 11. september 2025 10:06
Vilja að ráðherra fái heimild til að hefja sölu á hlutum ríkisins í Landsbankanum Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að selja eignarhluti ríkissjóðs í Landsbankanum í gegnum almennt markaðssett útboð, sambærilegt því og var gert í nýafstaðinni sölu á Íslandsbanka. Greinendur hafa áætlað að virði alls eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum gæti verið yfir 350 milljarðar. Innherji 11. september 2025 09:58
Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að styttu af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi verði komið fyrir í brekkunni fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg í Reykjavík og hýsir nú skrifstofur Rithöfundasambandsins. Áætlað er að byggja á lóðinni tvíbýlishús, en íbúar hafa margir mótmælt hugmyndunum, meðal annars með vísun í að um sé að ræða vinsæla sleðabrekku á veturna. Innlent 11. september 2025 08:06
Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Nú fimmtán árum eftir að Besti flokkurinn lofaði Reykvíkingum ísbirni í Húsdýragarðinn hefur Jón Gnarr staðið við stóru orðin á vissan hátt og flutt heim með sér stóra og mikla hauskúpu af hvítabirni úr heimsókn á Grænlandi. Ekki er ákveðið hvar hauskúpan verður geymd. Lífið 11. september 2025 07:31
Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynnt í vikunni og fyrsta umræða um það hefst í dag. Það felur í sér skýra stefnu um að það fólk sem þjóðin fól stjórn landsins taki hlutverk sitt alvarlega og ræki það af ábyrgð. Skoðun 11. september 2025 07:02
Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr tíma hjá Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í MPA-námi sínu við Columbia-háskóla þessa önn. Lífið 11. september 2025 07:02
Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti. Innlent 10. september 2025 21:10
„Ísland á betra skilið“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í stefnuræðu sinni. Hún segir það að ganga inn í Evrópusambandið, líkt og ríkisstjórnin stefni að, þýði afturför í íslensku samfélagi. Innlent 10. september 2025 20:05
Biður þingmenn að gæta orða sinna Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma. Innlent 10. september 2025 19:58
Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Alls taka tólf þingmenn og ráðherrar til máls á fyrsta þingfundi Innlent 10. september 2025 19:20
Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að. Innlent 10. september 2025 17:21
Alþingi efnir til stefnuræðubingós Á Facebook-síðu Alþingis hafa verið birt bingóspjöld fyrir svokallað „stefnuræðubingó.“ Sigurvegarinn fær einkaleiðsögn um Alþingishúsið. Innlent 10. september 2025 17:10
Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Stúdentar skilja hvorki upp né niður í ákvörðun ráðherra háskólamála að hækka skráningargjald í opinbera háskóla um þriðjung, á sama tíma og mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra. „Stúdentar eru allir sammála um það að þessi skráningargjöld eru í raun og veru skólagjöld,“ segir forseti SHÍ. Innlent 10. september 2025 15:28
Hvað varð um þinn minnsta bróður? Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Skoðun 10. september 2025 14:32
„Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Formaður Framsóknarflokksins segir þingsetningarræðu forseta Íslands hafa verið sérstaka, en þar hvatti hann þingheim til að standa ekki í málþófi. Þingmaður Miðflokksins segir forsetann hafa tekið þægilegustu afstöðuna í málinu. Innlent 10. september 2025 12:51
Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. Innlent 10. september 2025 12:25
Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins. Innlent 10. september 2025 11:51
Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 10. september 2025 10:10
Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli á þingsetningu í gær fyrir mjög einstakan klæðaburð. Hún var ólíklega í hættu á að rekast á annan þingmann í svipaðri múnderingu þar sem klæðin eru þrjátíu ára gömul. Tíska og hönnun 10. september 2025 09:31
Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma. Skoðun 10. september 2025 08:33
Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Innlent 10. september 2025 08:07
Hvaða módel ertu? Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Skoðun 10. september 2025 07:33
Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Umboðsmanni Alþingis bárust 530 kvartanir árið 2024, sem er svipaður fjöldi og árin á undan. Alls voru 566 mál afgreidd. Þrettán mál voru tekin til skoðunar a eigin frumkvæði umboðsmanns og sautján slíkum málum lokið. Innlent 10. september 2025 06:57
Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir. Innlent 10. september 2025 06:48
Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið. Viðskipti innlent 9. september 2025 21:01
Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma. Innlent 9. september 2025 20:22
Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Dómsmálaráðherra mun ekki skipa nýjan vararíkissaksóknara í ljósi boðaðrar lagasetningar sem færir skipunarvaldið frá ráðherra til ríkissaksóknara. Innlent 9. september 2025 16:58