Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Nýr Kani til Keflavíkur

    Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Billy Baptist. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkurliðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsta jólafríið í 3 ár

    Logi Gunnarsson er mættur heim í langþráð jólafrí á Íslandi og ætlar að taka þátt í ágóðaleik annað kvöld sem er á milli Njarðvíkur og úrvalsliðs Njarðvíkinga. Loga líður vel í Frakklandi og segist eiga nóg eftir í atvinnumennskunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar engin fyrirstaða fyrir ÍR

    ÍR komst á auðveldan hátt í átta liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta í kvöld með öruggum sigri, 78-95, á 1. deildarliði Hauka á Ásvöllum í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Áhugaverður ágóðaleikur í Njarðvík

    Njarðvíkingar ætla að láta gott af sér leiða fyrir jólin og á föstudag verður haldinn afar áhugaverður körfuknattleiksleikur í Ljónagryfjunni þar sem ágóðinn mun renna í gott málefni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Powerade-bikarinn í körfu: Snæfellingar komu fram hefndum

    Fimm félög tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta í dag og í kvöld. Stjarnan, Keflavík og Njarðvík áttu ekki í miklum vandræðum í sínum leikjum en það var meiri spenna í Fjárhúsinu í Stykkishólmi og í Röstinni í Grindavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valsmenn fyrstir inn í átta liða úrslit Powerade-bikarsins

    Valsmenn eru komnir í átta liða úrslit Poweradebikars karla í körfubolta eftir 41 stigs sigur á b-liði KR í Vodafone-höllinni í kvöld, 94-54. 1. deildarlið Valsmanna hefur unnið alla átta deildarleiki sína í vetur og átti ekki í miklum vandræðum með Bumbuna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 85-122

    Grindavík vann stórsigur á Fjölni í Dominos-deild karla sem fram fór í Dalhúsum í kvöld. Lokatölur urðu 85-122 og voru Íslandsmeistaranir frábærir. Að sama skapi voru heimamenn í Fjölni líklega að leika sinn versta leik í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Síðasta umferð Dominos-deildar karla fyrir jól

    Í kvöld verður heil umferð í Dominos-deild karla í körfubolta en þetta eru síðustu deildarleiki liðanna fyrir jól. Allir leikir tíundu umferðar fara fram í kvöld en um helgina verður síðan spilað í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Úrslit kvöldsins í körfunni

    Heil umferð fór fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík er á toppnum eftir sigur á KR. Stjarnan og Snæfell eru með sama stigafjölda í næstu sætum þar á eftir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Búningarnir fundust eftir sextán ár - fóru í hreinsun 1996

    KFÍ segir frá skemmtilegum fundi á heimasíðu sinni en á dögunum kom í leitirnar búningasett meistaraflokks félagsins frá 1996. KFÍ-menn telja að búningarnir hafi verið settir í hreinsun fyrir sextán ár en þeir fundust ekki fyrr en í tiltekt á Slökkvistöð Ísafjarðar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Thomas farinn frá KR

    Körfuknattleiksdeild KR hefur sagt upp samningi Bandaríkjamannsins Danero Thomas þar sem hann þótti ekki standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Úrslitahelgi í Hólminum í boði í kvöld

    Lokaleikir riðlakeppni Lengjubikars karla í körfubolta fara fram í kvöld og þá ræðst hvaða lið komast í lokaúrslitin úr riðlum C og D. Í gær tryggðu Grindavík og Snæfell sér sigur í riðlum A og B. Úrslitahelgin verður síðan í Stykkishólmi um næstu helgi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell og Grindavík í undanúrslit

    Karlalið Snæfells og Grindavíkur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfuknattleik. Grindavík vann grannaslaginn gegn Keflavík en Snæfell sótti sigur á Ísafjörð gegn KFÍ.

    Körfubolti