„Héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, hafði ýmislegt við leik sinna kvenna að athuga í kvöld en var engu að síður stoltur af því hversu sterkar þær voru á svellinu þegar á reyndi og lokuðu leiknum en lokatölur á Akureyri urðu 85-101. Körfubolti 13. apríl 2024 19:30
„Ekki uppleggið að fá á sig hundrað stig“ Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur með tap sinna kvenna gegn Grindavík í dag í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta en taldi að Þórsarar hefðu einfaldlega tapað gegn liði með meiri breidd að þessu sinni. Körfubolti 13. apríl 2024 19:12
Uppgjörið og viðtöl: Þór Ak. - Grindavík 85-101 | Gestirnir einum sigri frá undanúrslitum Þórsarar tóku á móti Grindavík í því sem var fyrsti heimaleikur félagsins í úrslitakeppni kvenna í körfubolta í efstu deild. Fyrsti leikur liðanna, í Smáranum í Kópavogi, var spennandi og því mátti búast við góðri skemmtun í dag. Körfubolti 13. apríl 2024 18:45
„Hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli“ Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Fjölni í Dalhúsum 69-100. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að liðið er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit. Sport 13. apríl 2024 17:49
Uppgjörið: Fjölnir - Keflavík 69-100 | Deildarmeistararnir rúlluðu yfir Fjölni Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur eru einum sigri frá undanúrslitunum eftir að hafa rúllað yfir Fjölni í öðrum leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Keflavík vann 31 stigs sigur 69-100. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Körfubolti 13. apríl 2024 17:06
„Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi“ Fjölnir fékk skell gegn Keflavík á heimavelli 69-100. Liðið er því lent 0-2 undir í einvíginu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var óánægður með annan leikhluta liðsins. Sport 13. apríl 2024 16:55
„Vorum vitlausar sérstaklega á varnarhelmingnum“ Rúnar Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, sagði leikmenn sína hafa spilað illa lungann úr leiknum þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 12. apríl 2024 22:48
„Allt annað líf þegar þegar gleðin er við völd“ Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari kvennaliðs Vals í körfubolta, var kampakátur með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Njarðvík að velli í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 12. apríl 2024 22:38
Uppgjörið: Valur - Njarðvík 80-77 | Allt annað Valslið sem mætti til leiks gegn Njarðvík í kvöld Valur sýndi svo sannarlega klærnar þegar liðið fékk Njarðvík í heimsókn í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli náði Valur að innbyrða 80-77 sigur og jafna metin í 1-1 í einvígi liðanna. Körfubolti 12. apríl 2024 18:46
„Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri“ Keflavík lagði Fjölni af velli 83-58 í fyrsta leik liðana í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. Körfubolti 9. apríl 2024 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 80-68 | Keira fór á kostum í sigri Hauka Haukar unnu fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Stjarnan byrjaði betur en Haukar bitu frá sér og unnu síðustu þrjá leikhlutana. Körfubolti 9. apríl 2024 21:28
„Þurfum að tapa færri boltum og taka betri ákvarðanir sóknarlega í næsta leik“ Haukar unnu tólf stiga sigur gegn Stjörnunni 80-68 í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með seinni hálfleik Stjörnunnar. Sport 9. apríl 2024 21:18
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 86-58 | Meistarakandítarnir byrja af krafti Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur fóru létt með Fjölni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 9. apríl 2024 21:05
„Hún er líklega ristarbrotin“ Í kvöld var deildarmyrkvi á sólu og það kannski í takt við þann atburð að Valskonur sáu aldrei til sólar í Njarðvík í kvöld, ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. Körfubolti 8. apríl 2024 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 96-58 | Íslandsmeistararnir sáu aldrei til sólar Njarðvík tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Njarðvík endaði í þriðja sæti en Valskonur unnu B-deildina. Körfubolti 8. apríl 2024 21:10
Rodriguez kom Grindavík yfir í einvíginu gegn Þór Grindavík er komið yfir gegn Þór Akureyri í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sjö stiga sigur, 94-87, þar sem Danielle Rodriguez fór hreinlega á kostum. Körfubolti 8. apríl 2024 20:59
Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. Körfubolti 4. apríl 2024 14:00
Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. Körfubolti 4. apríl 2024 11:16
Valur og Fjölnir enda deildarkeppnina á góðum nótum Tveir leikir fóru fram í B-deild Subway-deildar kvenna í körfubolta. Valur nældi í sigur á Akureyri og Fjölnir lagði botnlið Snæfells. Körfubolti 3. apríl 2024 22:31
Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. Körfubolti 3. apríl 2024 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 70-69 | Ótrúlegur endir á deildarkeppninni Deildarmeistarar Keflavíkur komu í veg fyrir að Njarðvík myndi tryggja sér 2. sæti A-deildar Subway-deild kvenna í körfubolta með eins stigs sigri í stórskemmtilegum leik. Körfubolti 3. apríl 2024 22:00
„Frábært að vera spila á móti erkifjendunum í hörku leik“ Keflavík lagði nágranna sína í Njarðvík af velli með eins stigs mun í miklum baráttuleik 70-69 í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Heimaliðið er fyrir lifandi löngu búið að tryggja sér toppsæti deildarinnar og deildarmeistaratitilinn á meðan gestirnir lifðu í voninni um að enda í 2. sæti. Körfubolti 3. apríl 2024 21:35
Umfjöllun: Stjarnan - Grindavík 73-77 | Gestirnir náðu öðru sætinu Grindavík sótti 77-73 sigur gegn Stjörnunni úr Garðabænum í síðustu umferð Subway deildar kvenna. Sigurinn og samhliða tap Njarðvíkur fleytti Grindavík upp í 2. sæti deildarinnar. Þær mæta því Þór Akureyri í úrslitakeppninni. Stjarnan var föst í fimmta sætinu fyrir leik og mætir Haukum í úrslitakeppninni. Körfubolti 3. apríl 2024 21:00
Hamar/Þór upp í efstu deild á meðan Aþena og KR fara í umspil Hamar/Þór tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð með sigri á Ármanni. Aþena og KR mættust í leik sem hefði getað skilað sigurliðinu upp hefði Hamar/Þór tapað sínum leik. Bæði lið fara nú í umspil um sæti í Subway-deildinni ásamt Tindastól og Snæfelli. Körfubolti 2. apríl 2024 21:15
Úrslitaleikir 1. deildarinnar í beinni Stöð 2 Sport mun fylgjast með spennunni í lokaumferð 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 2. apríl 2024 15:46
Aðeins sá þriðji til að dæma yfir tvö þúsund leiki Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson dæmdi nýverið sinn 2000. leik á vegum KKÍ, Körfuknattleikssambands Íslands. Hann er aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því. Körfubolti 28. mars 2024 17:02
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík-Keflavík 78-61 | Bikarmeistararnir bakaðir í Smáranum Keflavíkurkonur hafa unnið tvo titla á stuttum tíma og í kvöld heimsóttu deildar- og bikarmeistararnir Grindavíkurkonur í Smárann í fyrsta leik sínum eftir sigurinn í Laugardalshöllinni. Körfubolti 27. mars 2024 23:07
„Við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni“ Grindavík vann öruggan 78-59 sigur á Keflavík í Smáranum í kvöld í Subway-deild kvenna en þetta var í fyrsta sinn sem heimakonum tókst að leggja Keflavík í vetur og jafnframt aðeins þriðja tap Keflavíkur á tímabilinu. Körfubolti 27. mars 2024 22:37
„Ekkert leyndarmál að við ætlum að reyna við þann stóra“ Njarðvík lagði Hauka með þrettán stiga mun 84-71 þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Þjálfari sigurliðsins var að vonum ánægður. Körfubolti 27. mars 2024 22:00
Umfjöllun: Njarðvík-Haukar 84-71 | Sterkur sigur heimakvenna Njarðvík vann öruggan þrettán stiga sigur á Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 27. mars 2024 21:05
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti