Lúxusvilla í kreppulandi Þó svo að Argentína sé þekkt fyrir djúpa efnahagskreppu og fátækt þá er ljóst að það er engin kreppa hjá heppnum eiganda þessarar nýbyggðu lúxusvillu í Argentínu. Nútímaleg hvít villa með mjög sérstakri sundlaug sem flæðir úr garðinum og inn í húsið. Það er því hægt að stinga sér til sunds beint úr sjónvarpssófanum og synda í gegnum stofuna og út í garð. Athyglisverð hugmynd og örugglega frábært fyrir fólk í þessu heita loftslagi að geta kælt sig með því að rúlla sér úr sjónvarpssófanum í stofunni og beint ofan í ískalda sundlaug. Spurning er svo hvort klórlyktin úr lauginni sé svo endilega sá stofuilmur sem allir myndu vilja kjósa sér. Tíska og hönnun 10. maí 2011 09:30
Haustlína Dolce&Gabbana 2011 Meðfylgjandi má sjá haustlínu Stefano Gabbana og Domenico Dolce árið 2011. Tíska og hönnun 10. maí 2011 09:14
Tískusýning útskriftarnema í LHÍ Tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fór fram á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl, í portinu á Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Myndatökumaður Vísis var á svæðinu og myndaði sýninguna. Níu nemendur við fatahönnunardeild sýndu lokaverkefni sín; Elsa María Blöndal, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Guðmundur Jörundsson, Gyða Sigfinnsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Hjördís Gestsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigríður M. Sigurjónsdóttir. Tíska og hönnun 9. maí 2011 12:00
Sumarvilla á Indlandi Þetta framandi hús stendur við lítið fiskiþorp á suðurströnd Indlands og er sumarhús fjölskyldu sem býr í London. Þetta er drauma sumarleyfisstaður þeirra sem kjósa framandi fallega staði sem túristahópar hafa enn ekki fundið. Hver myndi ekki vilja eyða sumarfríi sinna drauma í þessu sérstaka húsið við strendur suður Indlands sem endurspeglar menningu staðarins. Arkítektarnir hjá Khosla hönnuðu húsið með það í huga að íbúarni gætu notið útsýnisins 180 gráður yfir fagur blátt hafið á þessum einstaka stað. Byggingin hvílir að mestu á fjórum veggjum sem standa fyrir opnum rýmum í allar áttir sem er ætlað að skapa næmni hússins fyrir loftslagi hitabeltisins. Þakið er útpælt í þeim tilgangi að hlífa húsinu og íbúum þess sem best við sterkri sólinni úr vestri og regntímbilinu sem gengur reglulega yfir svæðið. Innrarýmið er hannað með það í huga að skapa loftflæði frá hafinu í gegnum öll rými byggingarinnar. Til þess að skapa gott loftflæði í gegnum húsið voru hannaðir sérstakir tréflekar inn í húsið til þess að hafa mætti stjórn á því hvernig golunni frá hafinu er beint í gegnum rýminn. Tíska og hönnun 9. maí 2011 11:00
Fatahönnuðir framtíðar í Central Saint Martins Central Saint Martins skólinn í London er einn besti og virtasti fatahönnunarskóli í heimi. Atvinnu- og áhugamenn um allan heim fylgjast spenntir með nýjum hönnuðum sem útskrifast úr skólanum á hverju ári því oftar en ekki leynast þar framtíðarstjörnurnar í tískubransanum. Meðal heimsfrægra fatahönnuða sem útskrifast hafa úr skólanum er nýstirnið Sarah Burton sem skyndilega er orðin einn þekktasti fatahönnuðurinn í dag eftir að hún hannað brúðarkjól Kate Middleton. Sarah er yfirhönnuður hjá tískuhúsi Alexander McQueen en hann vakti gríðarlega athygli fyrir framúrstefnulega hönnun sína þegar hann útskrifaðist úr Central Saint Martins fyrir tveimur áratugum. Það er því ljóst að einhver af þeim ungu nýútskrifuðu fatahönnuðum úr Central Saint Martins sem sýndu úrskriftarafurðir sýnar á dögunum, sem skoða má í myndasafninu, eiga eftir að skjótast upp á stjörnuhiminninn á næstu árum. Tíska og hönnun 8. maí 2011 09:16
Svölustu sportbílar framtíðar Hönnuðir helstu sportbílaframleiðanda heims keppast um að hanna framúrstefnulegastu sportbíla heims nú sem aldrei fyrr. Í meðfylgjandi myndasafni gefur að líta margt af því ferskasta sem er í gangi hjá sportbílahönnuðum meðal annars frá; Benz, BMW, Ferrari, Audi, Porsche, Lexus, Mazda, Saab og Range Rover. Margir þessara bíla er komnir af hugmyndastiginu og í hendurnar á heppnum eigendum. Tíska og hönnun 7. maí 2011 13:20
Sexý og svalar konur hjá Gucci Tískuhúsið Gucci kynnti á dögunum tískuna fyrir næsta haust. Yfirhönnuður þessarar línu hjá Gucci er 39 ára ítalskur fatahönnuður Frida Giannini. Hún tók við sem yfirhönnuður skömmu eftir að Bandaríkjamaðurinn Tom Ford lét af störfum fyrir Tískuhús Gucci en hún starfaði áður sem einn af aðstoðarmönnum hans. Tískuhús Gucci er eitt það stærsta í bransanum. Frida hafði það að markmiði að hanna föt fyrir konur sem þora að vera sexý og svalar. Þetta endurspeglast vel á módelunum sem klæðast þessum ofursvala og sexý fatnaði á myndunum í meðfylgjandi myndasafni. Í myndasafninu má einnig sjá þennan glæsilega yfirhönnuði Gucci, Fridu Giannini. Tíska og hönnun 7. maí 2011 09:14
Haustlína Calvin Klein 2011 Í meðfylgjandi myndasafni má sjá haustlínu Calvin Klein 2011. Tíska og hönnun 6. maí 2011 16:10
Rómantískt hús með sérstöðu Ástralski arkítektinn Fitt De Felice hannaði þetta hús fyrir fjölskyldu sem óskaði eftir einföldu notalegu einbýlishúsi. Fjölskyldan lagði áherslu á það að húsið væri hlýlegt, nútímalegt en jafnframt notalegt. Hönnuðurinn notar margvísleg náttúruleg efni og lýsingu til þess að skapa rómantíska stemningu í þessu fallega rými. Loftið er ólíkt á milli herbergja sem gefur hverju rými sérstöðu sem er óvenjulegt því algengast er í hönnun nútímalegra einbýlishúsa að upplifunin sé sú að rýmið sé opið og flæði um allt húsið. Sérstaðan þarna virkar vel þar sem hvert rými hefur sinn sérstaka karakter og upplifun hvers herbergis þannig einstök. Tíska og hönnun 6. maí 2011 15:46
Hönnunarmerkið bARBARA í gONGINI Tískuverslunin GK Reykjavík hefur nýverið tekið að selja hönnun bARBÖRU í gONGINI og ætti það að vera mikið fagnaðarefni fyrir áhugafólk um skandinavíska hönnun. Ása Ninna Pétursdóttir, sem rekur GK Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum, Guðmundi Hallgrímssyni, sýnir brotabrot af hönnun bARBÖRU í gONGINGI í meðfylgjandi myndskeiði. Hönnunarmerkið bARBARA í gONGINI var á meðal þeirra skandinavísku tískumerkja sem sýndu línur sínar á nýyfirstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn. Merkið er upprunalega frá Færeyjum en hefur aðsetur í Kaupmannahöfn og þykir hönnun þess dökk og framúrstefnuleg. Tíska og hönnun 6. maí 2011 08:49
Stella McCartney haustlína 2011 Á meðfylgjandi myndum má sjá haustlínu Stellu McCartney 2011. Tíska og hönnun 6. maí 2011 07:27
Einbýlishúsin verða varla djarfari Þetta djarfa einbýlishús var byggt á síðasta ári í Bandaríkjunum. Húseigandinn vildi hús hannað af framúrstefnulegri dirfsku en án þess að það yrði tilgerðarlegt í vísindaskáldsögustíl. Það verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til í hönnuninni á þessu sérkennilega svarta húsi sem sker sig með afgerandi hætti frá villtri náttúrunni sem umlykur þessa framúrstefnulegu hönnun. Einfalt og smekklegt hús sem sýnir svo sannarlega hvernig tiltölulega djörf hönnun nýtur sín vel á sátt við náttúruna á þessum einstaklega fagra stað. Tíska og hönnun 6. maí 2011 06:57
Fara vel við íslenskt sumar Nælonsokkar Borghildar Gunnarsdóttur hafa vakið athygli. Hún svarar eftirspurn og býr til nýjar litasamsetningar fyrir sumarið. Ný lína undir merkinu Milla Snorrason er svo í mótun. Tíska og hönnun 5. maí 2011 17:00
Sumarbústaðir þurfa ekki að vera flóknir Gæti hæglega verið nútímalegt sumarhús við Þingvallavatn því umhverfið er mjög íslenskt. En svo er þó ekki því þessi sumarbústaður stendur við fagurt vatn í norður Ameríku. Hönnun hússin er einföld og smekkleg á þessum kyrrláta fallega stað. Útsýnið og umhverfið nýtur sín vel innan úr einföldu hlýlegu rými í gegnum stóra glugga sem endurspegla blárri fallegri birtu inn í húsið. Stóru gluggarnir ramma inn fallegt ytra umhverfið enda engin þörf á myndum á veggina þarna þar sem nóg er að sjá úr stofunni yfir stórbrotið umhverfið. Tíska og hönnun 5. maí 2011 07:05
Haustlína Jason Wu 2011 Meðfylgjandi má sjá haustlínu Jason Wu 2011. Tíska og hönnun 5. maí 2011 06:53
Haustlína Balanciaga 2011 Haustlínu Balanciaga 2011 má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Tíska og hönnun 4. maí 2011 08:28
Peruhús í Perú Þetta einbýlishús í Líma í Perú er hannað með það að markmiði að fá innrarýmið til að flæða út í ytrarýmið eða í garðinn í kringum húsið. Lýsingin gegnir lykilhlutverki í því auk þess sem hár veggur á lóðarmörkum með áberandi inngangi skilgreinir lóðina strax sem ákveðið rými og þar af leiðandi hluta af byggingunni. Stofurnar flæða út í garðinn og garðurinn sömuleiðis inn í stofurnar í mjög opnu rými nánast alveg út í götu. Á efri hæðinni njóta íbúarnir meira næðis þar sem svefnherbergi og önnur prívat rými er að finna. Nútímaleg einföld hönnun. Hvítmálað, inni og úti með gráan klassískan línolíum dúk á öllum gólfum. Tíska og hönnun 4. maí 2011 08:09
Amish hús í Ameríku Þetta hlýlega og fallega einbýlishús var byggt árið 2009 í Downingtown Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. Fjölbreytt efninotkun er einkennandi bæði í ytra útliti og í herbergjum hússins. Húsið er á skógi vaxinni lóð og það sem einkennir umhverfið í næsta nágrenni eru bóndabýli Amishfólksins í Pennsylvaníu. Arkítektinn vildi gera tilraun með að reyna að endurspegla handbragðið sem einkennir að mörgum finnst fallega og staðnaða menningu Amish. Þeir hafna flestri nútímlegri tækni og hampa einfaldleikanum með því að rækta handbragðið. Þessi nútímalega bygging er handunnin að mestu með nútímalegri hugsun og hugmyndafræði. Tíska og hönnun 3. maí 2011 08:27
Haustlína Jeremy Scott 2011 Haustlínu Jeremy Scott 2011 má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Tíska og hönnun 2. maí 2011 10:08
Steypa á strönd Húsið sem skoða má í myndasafni stendur við Malibuströndina í Suður Kaliforníu, rétt norðan við Los Angeles. Þarna búa margar af þekktustu kvikmyndastjörnum heims. Húsið er hrátt, steinsteipt með þá þekktu hugmyndafræði íbúðahúsa á svæðum þar sem íbúar búa við nokkuð stöðugt gott veður að ytra rýmið og innra flæði saman í eina heild. Tíska og hönnun 2. maí 2011 09:54
Sérstök lúxusvilla í Póllandi Þetta hús í Póllandi sem hannað er af KWK Promes arkítektum hefur vakið mikla athygli fyrir sérstaka innkeyrslu bifreiða sem liggur í göngum undir húsið. Nútímaleg hvít byggingin hvílir á hlöðnum veggjum úr náttúrulegu grjóti. Undir húsinu liggur svo innkeyrslan í mjög óvenjulegri útfærslu arkítektsins. Óvenjuleg og vel heppnuð útfærsla sem hefur vakið mikla athygli á þessu annars einfalda en glæsilega húsi sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni. Tíska og hönnun 1. maí 2011 13:19
Haustlína Alexander McQueen 2011 Haustlínu Alexander McQueen 2011 má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Þá má einnig sjá Söruh Burton, sem hannaði kjól Katrínar Middleton hertogayngju af Cambridge, í lok myndasafnsins. Tíska og hönnun 1. maí 2011 08:33
Maó í Madrid Þessi litla íbúð í miðborg Madrid á Spáni með mynd af Maó á stofuveggnum er í risi á eldgamalli klassískri byggingu þar sem áður voru geymslur. Með því að mála rýmið hvítt, lóðrétt og lárétt, er tilfinningunni fyrir lítilli lofthæð í stórum hluta íbúðarinnar minnkuð. Rýmið úr rjáfri niður í gólf flæðir fallega í eina heild eins og sjá má í myndasafni. Tíska og hönnun 30. apríl 2011 16:33
Haustlína Victoriu Beckham 2011 Haustlínu Victoriu Beckham 2011 má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Tíska og hönnun 30. apríl 2011 16:26
Rigningarhús í Seattle Rigningarhúsið í Seattle sem byggt var árið 2006 má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Húsið endurspeglar blautt veðurfar borgarinnar í sterkum vatnsheldum efnum með takmarkaðir notkun efna sem illa þola stöðuga vætutíð. Þetta hús myndi sóma sér vel í slyddunni hér á Íslandi. Húsið er staðsett í austurhluta Seattle borgar. Lóðin er lítil í þröngu skipulagi borgarinnar og hvert herbergi hússins tekur mið að því að hámarka nýtingu rýmisins. Einfalt og nútímalegt hús í þessari frábæru borg rigninganna á norðuvesturströnd Bandaríkjanna. Tíska og hönnun 29. apríl 2011 18:57
Haustlína Comme des Garçons 2011 Haustlínu Comme des Garçons 2011 má skoða í myndasafni. Tíska og hönnun 29. apríl 2011 18:45
Haustlína Acne 2011 Meðfylgjandi má sjá myndir frá tískusýningu Acne á tískuvikunni í París á dögunum þar sem haustlína 2011 var sýnd. Tíska og hönnun 29. apríl 2011 18:28
G-Star haustlínan 2011 Í meðfylgjandi myndasafni má sjá haustlínu G-Star fyrir árið 2011. Tíska og hönnun 29. apríl 2011 18:13
Partýhús í paradís Þetta frábæra partýhús er á eyju rétt úti fyrir strönd Brasilíu stutt frá karnivalborginni, Rio de Janeiro. Byggingu hússins lauk árið 2009 en það gæti hæglega verið hluti af leikmynd úr James Bond mynd frá sjöundaáratug síðustu aldar. Fullkomið partýhús á paradíseyju í Brasilíu. Fallegur arkítektúr fyrir Robinson Crusoe nýtímans. Tíska og hönnun 29. apríl 2011 10:19