Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Dýfir sér í kraumandi pott

Tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er aðalsprauta Jack Magnet-djasskvintettsins, sem spilar nýtt efni í bland við eldra í Hörpu á laugardagskvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur.

Tónlist
Fréttamynd

Stærsta myndband Steinda hingað til

Fyrsti þáttur af Steindanum okkar 3 fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi við mikinn fögnuð aðdáenda um allt land. Steindi og félagar enduðu þáttinn að venju á tónlistarmyndbandi og var það fyrsta af dýrari gerðinni. Lagið heitir Dansa það af mér og er myndbandið stórbrotið.

Tónlist
Fréttamynd

Spennandi tímar hjá RetRoBot

"Þetta er fyrsta tónleikaferðin okkar til útlanda svo við erum mjög spenntir,“ segir Daði Freyr Pétursson, meðlimur hljómsveitarinnar RetRoBot sem er nú stödd á tónleikaferðalagi í Hollandi.

Tónlist
Fréttamynd

Hleypir fólki í persónulegt rými

"Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag.

Tónlist
Fréttamynd

Tók upp tónlistarmyndband í fjórum löndum

"Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn,“ segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Frost semur tónlistina í Frost

"Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi.

Tónlist
Fréttamynd

Umboðsmaður Blur á leiðinni

Chris Morrison, sem starfaði lengi sem umboðsmaður bresku hljómsveitanna Blur og Gorillaz, verður meðal fyrirlesara á fræðslukvöldi ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, í Norræna húsinu 10. september. Þar verður umboðsmennska umfjöllunarefnið.

Tónlist
Fréttamynd

Minaj hvílir raddböndin

Nicki Minaj hefur þjáðst vegna særinda í hálsi að undanförnu. Læknar sögðu henni að hvíla röddina í hið minnsta tvær vikur. Hún lét það ekki stoppa sig og kom fram í The Today Show fyrr í vikunni. Það kemur nú niður á tónleikahaldi því hún neyddist til að aflýsa flutningi sínum á bresku tónleikahátíðinni V Festival um helgina til að hvíla raddböndin.

Tónlist
Fréttamynd

Innblástur frá U2

Matt Bellamy, forsprakki Muse, segir að U2 hafi veitt hljómsveitinni innblástur við gerð nýju plötunnar sinnar. "Við fórum með U2 á tónleikaferð um Suður-Ameríku í fyrra. Það eru tvímælalaust smá áhrif frá þeim á plötunni, smá Achtung Baby [plata U2 frá 1991] hér og þar,“ sagði Bellamy við tímaritið Classic Rock.

Tónlist
Fréttamynd

Minningartónleikar á afmælisdegi Sjonna

"Nú styttist óðum í minningartónleikana hans Sjonna okkar, þar sem tónlist þessa frábæra og hjartahlýja tónlistarmanns og gleðigjafa verður flutt,“ sagði Þórunn Erna Clausen á facebook síðu sinni á dögunum.

Tónlist
Fréttamynd

Ólafur Arnalds semur lag fyrir Emmu Watson

Leikkonan Emma Watson hefur ekki setið auðum höndum á milli þess sem hún er í fríi frá tökum á myndinni Noah því síðustu daga hefur hún verið í hljóðveri að taka upp lag með tónlistarmanninum Ólafi Arnalds.

Tónlist
Fréttamynd

Undir hvers annars áhrifum

Systkinin Margrét Kristín, Sölvi og Elsa María Blöndal eru líkari inn við beinið en kann að virðast við fyrstu sýn. Þessu komst Hólmfríður Helga Sigurðardóttir að þegar hún saup á kaffi með þeim á einu heitasta síðkvöldi sumarsins 2012.

Tónlist
Fréttamynd

Hrærð yfir viðbrögðum fólks

Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies, hóf nýverið að hanna skartgripi undir nafninu Carma Camilla. Henni var boðin þátttaka á sölusýningu í Los Angeles í síðustu viku auk þess sem hún sérhannaði skartgrip fyrir söngkonuna Natöshu Bedingfield.

Tónlist
Fréttamynd

Elabórat á Jazzhátíð

Guðmundur Pétursson heldur tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 21. ágúst á Faktorý kl. 22. Þar mun hann leika tónlist af plötunni Elabórat og fleira efni. Tónleikarnir eru ferðalag þar sem ægir saman ströngum útsetningum, frjálsum spuna, elektrónísku rokki, glam-jazzi og kraut-blús, segir í tilkynningu Jazzhátiðar.

Tónlist
Fréttamynd

Patti Smith syngur í Reykjavík - myndband

Meðfylgjandi myndskeið var tekið á Menningarnæturtónleikum X-977 þar sem Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna. Söngkonan Patti Smith mætti á sviðið öllum að óvörum og söng lagið Because the night. Eins og sjá má var henni mjög vel tekið.

Tónlist
Fréttamynd

Patti Smith tróð upp með Russell Crowe

Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna ásamt hljómsveit á Menningarnæturtónleikum X-977 í kvöld. Ekki nóg með að leikarinn dásamaði land og þjóð heldur birtist vinkona hans, söngkonan Patti Smith á sviðinu öllum að óvörum og söng lagið Because the night við gríðarlegan fögnuð viðstaddra.

Tónlist
Fréttamynd

Sölvi og Tiny gefa út fyrsta lagið undir merkjum Halleluwah

Nú í vikunni kom lagið K2R með Halleluwah út þar sem fyrrum Quarashi-félagarnir Sölvi Blöndal og Tiny leiða saman hesta sína. Lagið mælist afar vel fyrir en í því mætir hljóðheimur sjöunda áratugarins hip hopinu. Henrik Björnsson úr Singapore Sling kemur einnig fram í laginu.

Tónlist
Fréttamynd

Dikta frumsýnir glæsilegt myndband á Vísi

Leikararnir Alexander Briem og Gunnar Hansson fara á kostum í glænýju myndbandi hljómsveitarinnar Diktu við lagið What Are You Waiting For? Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag. Alexander og Gunnar leika kappakstursbílstjórana Benzino og Dynamo Joe og fjallar myndbandið um baráttu þeirra á brautinni. Benzino er ósigraður til margra ára en Dynamo Joe kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og sigrar allt sem hægt er að sigra. Þá leitar Benzino hefnda og neyðir hann í lokakappakstur.

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikaferðalag um Tyrkland

Danssveitin Sometime gaf út sína aðra hljómplötu nú í sumar. Platan nefnist Acid Make-Out: Music from the Motion Picture og hefur sveitin þegar gert samning við tvö útgáfufyrirtæki sem munu annast útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og Tyrklandi.

Tónlist
Fréttamynd

Fjórar nýjar stafrænar

Stafræna útgáfan Ching Ching Bling Bling hefur gefið út fjórar plötur sem fást allar ókeypis til niðurhals á heimasíðu fyrirtækisins.

Tónlist
Fréttamynd

Geiri Sæm tekur Froðuna aftur

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, tekur meðal annars gamla smellinn sinn Froðuna með hljómsveitinni Kiriyama Family á menningarnótt.

Tónlist
Fréttamynd

Sömdu lag á innan við klukkutíma

Tónlistarhátíðin Pönk á Patró var haldin á Patreksfirði í gær. Hljómsveitin Prinspóló hélt tvenna tónleika, aðra fyrir börn og unglinga en hinir síðari voru fyrir fullorðna fólkið. Þá stóð hljómsveitin fyrir frábærri tónlistarsmiðju með börnum og unglingum. Þar var meðal annars samið nýtt lag, æft og frumflutt á 53 mínútum. Að sögn viðstaddra er lagið verulega líklegt til vinsælda enda mjög grípandi en vinnuheitið er "Nei sjáðu, þarna er fugl“!

Tónlist
Fréttamynd

Sumir eru hræddir við risann

Margar af ferskustu hljómsveitum landsins eiga það sameiginlegt að vera á mála hjá einyrkjanum Haraldi Leví Gunnarssyni, sem starfrækir plötuútgáfuna Record Records. Hann segir Stíg Helgasyni að það sé ekki á döfinni að leyfa stærri útgáfu að gleypa sig.

Tónlist