Söngleikjaplata frá söngvara ársins Þór Breiðfjörð er með einsöngsplötu í undirbúningi þar sem lög úr söngleikjum verða áberandi. „Mig langar að taka fleiri stór lög sem hafa jafnvel ekki verið sungin inn á plötu, til dæmis Óperudrauginn. Svo verða frumsamin lög eftir góða höfunda sem ég hef verið að skoða. Þetta verður góð blanda,“ segir Þór, sem hyggur einnig á upptökur á hefðbundnari dægurlagaplötu á næsta ári. Tónlist 16. júní 2012 11:00
Vantar íslenska umboðsmenn „Okkur vantar fleiri aðila með þekkingu á við erlenda umboðsmenn. Við erum soddan sveitamenn hérna heima,“ segir Tómas Young hjá Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Tónlist 16. júní 2012 09:00
Vill íslenska hljómsveit á tónleikaferð erlendis Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant vill fá Íslendingana sem spila með honum á nýrri sólóplötu hans til að fara með sér í tónleikaferð erlendis. Tónlist 16. júní 2012 07:00
Goðsagnir snúa aftur Heilmyndir af látnu goðsögnunum Jim Morrison og Jimi Hendrix eru í undirbúningi og því styttist í að haldnir verði tónleikar með þeim. Mikið hefur verið rætt um heilmyndir síðan rapparinn Tupac Shakur steig óvænt á svið á Coachella-hátíðinni í apríl. Það voru félagarnir Dr. Dre og Snoop Dogg sem stóðu á bak við uppátækið. Tónlist 14. júní 2012 22:00
Björk lokar appelsínugula sviðinu Björk okkar Guðmundsdóttir verður síðasti listamaðurinn sem kemur fram á Orange-sviðinu á Hróarskelduhátíðinni í ár og lokar þar með sviðinu. Tónlist 14. júní 2012 18:00
Fyrsta platan frá In Siren In Siren hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, In Between Dreams. Hljómsveitin er metnaðarfullt samstarf fimm tónlistarmanna í Reykjavík. Þeir koma úr ýmsum áttum og eru meðal annars kenndir við hljómsveitirnar Árstíðir, Ask the Slave, Momentum og Plastic Gods. Hljómi sveitarinnar má líkja við Trúbrot eða bresk bönd eins og Yes, King Crimson og Queen. Tónlist 14. júní 2012 15:00
Ummi gefur út sumarlag Tónlistarmaðurinn Ummi Guðjónsson hefur sent frá sér lagið Sumarið er komið aftur. Þetta er annað lagið sem hann gefur út af væntanlegri plötu sinni sem kemur út síðar á þessu ári. Tónlist 5. júní 2012 17:00
Ármann úr Who Knew flytur Folding Nicely í Vasadiskó Á sunnudaginn var mætti söngvarinn Ármann Ingvi Ármannsson í útvarpsþáttinn Vasadiskó. Í liðnum "selebb shuffle" hefur þátturinn hingað til tekið á móti gestum og vasadiskóum þeirra sem hafa svo verið látin renna áfram á "shuffle" á meðan þáttarstjórnandi og gestur spjalla. En auk þess að mæta með mp3-spilarann sinn mætti Ármann vopnaður kassagítar á bakinu. Tónlist 5. júní 2012 12:27
Hugguleg tónlistarhátíð á Rauðasandi í byrjun júlí Rauðasandur Festival er tónlistarhátíð sem haldin verður í náttúruparadísinni á Rauðasandi í júlí. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. „Við viljum hafa þetta rólega og huggulega hátíð þar sem fólk getur komið og skemmt sér og notið lífsins í fallegri náttúru,“ segir Björn Þór Björnsson, einn skipuleggjenda nýrrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Rauðasandi á Vestfjörðum 6.–8. júlí næstkomandi. Tónlist 1. júní 2012 13:00
Múgsefjun notar kirkjuorgel á nýrri plötu Sala á nýrri plötu hljómsveitarinnar Múgsefjunar hefst á netinu í dag. Platan er svo væntanleg í verslanir 11. júní. Um er að ræða aðra plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008. Tónlist 1. júní 2012 10:00
Stór Mandela-tónleikahelgi í maí á næsta ári Tónleikar Bryans Ferry í Hörpunni marka upphafið að alþjóðlegum Mandela-dögum í Reykjavík. Stór tónleikahelgi er fyrirhuguð í maí á næsta ári. Tónlist 26. maí 2012 20:00
Sjö tomma frá Retro Hljómsveitin Retro Stefson hefur sent frá sér sjö tommu vínylplötu með laginu Qween. Á B-hlið plötunnar er að finna endurhljóðblandaða útgáfu af laginu eftir Hermigervil. Hann er einmitt að aðstoða sveitina við upptökur á næstu plötu hennar, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Áætlað er að hún komi út í lok sumars. Tónlist 26. maí 2012 07:00
Vel heppnuð endurkoma Stone Roses Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar. Tónlist 25. maí 2012 16:30
Kristján samdi fyrir Klaufana Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson samdi nánast öll lög og texta á væntanlegri plötu kántrísveitarinnar Klaufarnir. Tónlist 25. maí 2012 15:00
Grípandi þjóðlagapopp úr herbúðum Edward Sharpe Edward Sharpe and the Magnetic Zeros gefur út plötuna Here í næstu viku. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Home sem hefur hljómað ótt og títt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Tónlist 24. maí 2012 23:00
Síðasta lag Whitney Houston Síðasta lagið sem Whitney Houston tók upp áður en hún lést hefur verið gefið út. Það er undir diskóáhrifum og heitir Celebrate. Þar syngur söngkonan sáluga með sigurvegaranum úr American Idol 2007, Jordin Sparks. Lagið mun hljóma í væntanlegri kvikmynd, Sparkle, þar sem Houston leikur móður þriggja systra sem reyna fyrir sér í tónlistarbransanum og leikur Sparks eina þeirra. Um er að ræða endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1976. Tónlist 24. maí 2012 15:30
Blúshátíð snýr aftur eftir gos Tvær þekktar blússöngkonur frá Chicago og margir af færustu blústónlistarmönnum landsins stíga á svið á Norden Blues Festival sem verður haldin hátíðleg á Hvoli á Hvolsvelli um hvítasunnuhelgina. Tónlist 24. maí 2012 11:30
1860 sendir frá sér lag Hljómsveitin 1860 hefur sent frá sér lagið Go Forth sem er tekið af væntanlegri plötu sem kemur út í haust. Sagan, frumburður sveitarinnar, kom út í fyrra og innihélt lögin Snæfellsnes, Orðsending að austan og For You, Forever sem komust öll á topp 10 á vinsældarlista Rásar 2. Hljómsveitin var einnig tilnefnd sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum og sem nýliðar ársins á hlustendaverðlaunum X-ins 977. Tónlist 24. maí 2012 09:00
Erfitt en gaman á Evróputúr "Þetta verður erfitt en ógeðslega gaman,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Rokksveitin er á leiðinni í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 30. maí. Stutt er síðan fyrsta platan, A Long Time Listening, kom út á þeirra eigin vegum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, auk þess sem hún kom út stafrænt á iTunes, Amazon og víðar. Tónlist 23. maí 2012 14:00
Anna Þorvalds frumflytur ný rafverk í kvöld Tónleikaröðin Flakk hefst á Listahátíð í Reykjavík í kvöld með tónleikum Önnu Þorvaldsdóttur. Listahátíð í Reykjavík býður upp á tónleika þriggja tónskálda sem kynna nýja tónlist sína. Tónlist 23. maí 2012 12:00
Langar að semja nýtt lag til heiðurs Bee Gees „Mér finnst þetta bara hræðilegt,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, um fráfall Robins Gibb úr hljómsveitinni Bee Gees. Tónlist 22. maí 2012 15:00
Listin að koma íslenskri tónlist inn hjá iTunes, Amazon og Spotify Stafræn dreifing verður aðalumræðuefni fræðslukvölds ÚTÓN, útflutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar, sem fer fram í Norræna húsinu í kvöld. Þar verður leitast við að svara því hvernig tónlistarmenn geta komið tónlist sinni að á iTunes, Amazon og fleiri netveitum sem selja tónlist. Einnig á streymiþjónustur á borð við Spotify, sem hefur hvorki meira né minna en 10 milljón notendur. Tónlist 22. maí 2012 11:30
Adele með tólf verðlaun Adele var sigurvegari Billboard-tónlistarverðlaunanna sem voru haldin í Los Angeles. Hún hlaut tólf verðlaun, þar á meðal sem besti flytjandinn og fyrir bestu plötuna, 21. Söngkonan, sem hafði verið tilnefnd til átján verðlauna, var ekki viðstödd verðlaunahátíðina. Tónlist 22. maí 2012 11:00
Nasatónleikar GusGus á DVD "Okkur þótti viðeigandi að skrásetja þessa tónleika og gefa út fyrir aðdáendur okkar til að eiga,“ segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, meðlimur sveitarinnar GusGus sem tók upp tónleika sína á Nasa um síðustu helgi. Tónlist 21. maí 2012 14:00
Háski skapar rokkstemningu Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. Tónlist 16. maí 2012 14:00
Kominn úr jakkafötunum og aftur í strigaskóna "Ég fékk þessa veiki aftur og af hverju ekki bara að kýla á það?“ segir tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal. Tónlist 16. maí 2012 12:00
Þrjú hundruð hitta goðsögn "Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það,“ segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Tónlist 16. maí 2012 08:00
Einvalalið fylgir Bryan Ferry Tónlistarmaðurinn Bryan Ferry verður með einvalalið með sér á tónleikunum sem hann heldur í Hörpu 27. og 28. maí. Tónlist 14. maí 2012 14:00
Fimmtán á Music Mess Fimmtán hljómsveitir hafa verið bókaðar á tónlistarhátíðina Reykjavík Music Mess sem verður haldin í annað sinn helgina 25. til 27. maí. Meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn eru Tilbury, Man Made sem er leidd af Nile Marr, syni Johnny Marr úr The Smiths, söngkonan Laura J. Martin og rokkararnir í Reykjavík!. Áður hafði verið tilkynnt um þátttöku Legend, Benna Hemm Hemm, My Bubba & Mi og fleirum. Tónlist 12. maí 2012 17:00