Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Stafræn tónleikaferð

Hljómsveitin Stafrænn Hákon er á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 22. apríl. Um kynningarferð er að ræða vegna sjöttu plötu hennar, Sanitas, sem kom út síðasta vor.

Lífið
Fréttamynd

Beastie Boys snýr aftur

Rappsveitin Beastie Boys hefur loksins ákveðið útgáfudag á nýjustu plötu sinni, Hot Sauce Comittee Pt 2. Hún kemur út 19. apríl og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Gripurinn átti upphaflega að heita Hot Sauce Commiettee Pt 1 og útgáfudagur átti að vera í september 2009.

Lífið
Fréttamynd

Dusta rykið af týndu plötunni með Fídel

Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum.

Lífið
Fréttamynd

Kröftugir tónleikar

Rokksveitin Agent Freso hélt útgáfutónleika á dögunum í tilefni fyrstu plötu sinnar, A Long Time Listening, sem kom út fyrir síðustu jól.

Lífið
Fréttamynd

Ensími með útgáfutónleika

Ensími heldur útgáfutónleika á Nasa á laugardagskvöld til að fylgja eftir sinni fjórðu plötu, Gæludýr, sem kom út fyrir síðustu jól. Hljómsveitin ætlar að leggja mikinn metnað í hljóð- og ljósavinnslu þessa kvöldstund.

Lífið
Fréttamynd

Rosaleg stórkarlamúsík

Rokkararnir í Ham lofa rosalegum tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. Upptökur á fyrstu „alvöru“ Ham-plötunni hefjast í næsta mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Dylan svaraði ekki Simon

Paul Simon reyndi að fá gamla félaga sinn Bob Dylan til að syngja með sér á nýjustu plötu sinni en án árangurs. Simon var ekki sáttur við að Dylan skyldi ekki svara erindi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Klingir í pyngjum poppara

Tilkynnt var í gær hverjir hefðu hlotið laun úr launasjóðum listamanna. Nafntogaðir rithöfundar og frægir popparar eru meðal þeirra sem fengu eitthvað fyrir sinn snúð.

Lífið
Fréttamynd

Sunna fær góða dóma í Austurríki

Djasspíanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir fær góða dóma í austur­ríska tímaritinu Concerto fyrir plötu sína The Dream, sem var nýlega tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta platan í fimmtán ár

Grunge-rokkararnir í Soundgarden eru að hefja upptökur á sinni fyrstu plötu í fimmtán ár. Í tilkynningu á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að þeir félagar hafi samið flott lög fyrir plötuna, sem fylgir í kjölfar Down on the Upside sem kom út 1996.

Lífið
Fréttamynd

Óvænt plata frá Radiohead

Ólíkindatólin í hljómsveitinni Radiohead tilkynntu í gær að ný plata, The King of Limbs, væri væntanleg á laugardaginn. Hljómsveitin gefur plötuna út sjálf og verður hún aðgengileg á vefsíðunni Thekingoflimbs.com. Hægt verður að hala plötunni niður gegn gjaldi á laugardaginn, en hún kemur svo út á geisladiski og vínyl 9. maí.

Lífið
Fréttamynd

Útgáfu flýtt um viku

Breska hljómsveitin The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar Árnason innanborðs, hefur flýtt útgáfu á fyrstu plötu sinni um eina viku. Platan, sem nefnist What Did You Expect From The Vaccines, kemur út 14. mars í staðinn fyrir 21. mars. Þar með er ljóst að hún kemur ekki út á sama tíma og nýjasta plata rokkaranna í The Strokes, Angles, sem The Vaccines hefur stundum verið líkt við.

Lífið
Fréttamynd

Páll Óskar tekur upp plötu í New York

„Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008.

Innlent
Fréttamynd

Félagar með nýja plötu

Tónlistarmennirnir Epic Rain og Beatmakin Troopa gefa á þriðjudaginn út sína fyrstu plötu saman. Hún nefnist Campfire Rumors og kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins 3angle Productions sem er í þeirra eigu. Þeir félagar hafa um árin unnið saman að ýmsum verkefnum, bæði staðið fyrir tónleikum og gefið út tónlist.

Lífið
Fréttamynd

Stjórnaði í gegnum Skype

Hljómsveitin Thin Jim notaði Skype við strengjaupptökur á sinni fyrstu plötu sem er væntanleg í mars. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið gert áður, allavega ekki á Íslandi,“ segir Jökull Jörgensen úr kántrípoppsveitinni Thin Jim. Hún lauk upptökum á sinni fyrstu stóru plötu um síðustu helgi hjá Benzin-bræðrum í Sýrlandi.

Lífið
Fréttamynd

Myrkari og rafrænni tónar

Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður.

Lífið
Fréttamynd

Múmínálfarnir dansa við lag Bjarkar

Myndin um Múmínálfana er frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina. Múminálfarnir er teiknimynd sem byggir á frægum sögum eftir Tove Jansson. Teiknimyndirnar og sögurnar um Múmínsnáðann, Míu, Snúð og Snorkstelpuna hafa notið mikilla vinsælda hjá íslensku smáfólki.

Tónlist
Fréttamynd

Elíza fær góða dóma

Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman hefur fengið góða dóma í Bretlandi fyrir EP-plötu sína Ukulele Songs for You sem kom út í stafrænu formi fyrir skömmu. Platan inniheldur lögin Ukulele Song for You, Eyjafjallajökull, sem sló í gegn þegar Elíza flutti það á fréttastöðinni Al Jazeera, og áður óútgefið lag sem nefnist Out of Control.

Lífið
Fréttamynd

Hárdoktorinn kveður Ísland

Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke.

Lífið
Fréttamynd

Ungmenni á plötu Sönglistar

Ungmenni á aldrinum fimmtán til sautján ára koma við sögu á plötunni Sönglistin 2010 sem er nýkomin út. Á henni eru þrettán innlend og erlend lög. Flytjendur eru eða hafa verið nemendur í söng- og leiklistarskólanum Sönglist.

Lífið
Fréttamynd

Flétta á leiðinni

Lagið Flétta sem Björk Guðmundsdóttir syngur á íslensku með enska tónlistarmanninum Antony Hegarty kemur út á þriðjudaginn. Lagið er að finna á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Antony and the Johnsons, Swanlight. Rólegur píanóundirleikur hljómar undir fallegum röddum Bjarkar og Antonys í laginu, sem á vafalítið eftir að falla vel í kramið hjá aðdáendum þeirra beggja. Björk er þarna að launa Antony greiða frá árinu 2007 er hann söng með henni lagið My Juvenile á plötu hennar Volta.

Tónlist
Fréttamynd

Ókind rýfur fjögurra ára þögn

Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár.

Tónlist
Fréttamynd

Jack fer á bólakaf

Brimbrettakappinn hugljúfi, Jack Johnson, syngur inn sumarið með sinni sjöttu plötu, To The Sea, sem kemur út á þriðjudaginn.

Tónlist
Fréttamynd

Tvöfalt safn frá Mannakornum

Hin tvöfalda safnplata Gamli góði vinur með hljómsveitinni Mannakorn er komin út hjá Senu. Hún inniheldur 42 af vinsælustu lögum sveitarinnar frá upphafi og til dagsins í dag. Á meðal þeirra eru Reyndu aftur, Braggablús, Ó þú og Blús í G.

Tónlist
Fréttamynd

Magni lofar stórkostlegri Bræðslu

„Þetta verður stórkostlegt,“ segir Magni Ásgeirsson, um Bræðsluna á Borgarfirði eystri í júlí. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið,“ segir hann.

Tónlist