Reykjavík í rusli Flestar endurvinnslutunnur í Reykjavík, þar sem íbúar reyna eftir föngum að safna saman pappa og plasti, eru sneisafullar enda eru vikur síðan þær hafa verið tæmdar. Það þýðir svo að óþrifalegt er orðið í höfuðborginni. Innlent 14. mars 2022 10:56
Óveður að skella á landið og appelsínugular viðvaranir Appelsínugular viðvaranir verða í gildi víða um land í dag og skellur óveðrið á um upp úr klukkan níu á Faxaflóa og Breiðafirði en skömmu síðar á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á Miðhálendinu. Veður 14. mars 2022 07:15
Ógnarstórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum Gríðarlega stórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum í miklum éljagangi skömmu eftir klukkan 17 í dag. Veðurfræðingur segist aldrei hafa séð jafnstór högl hér á landi. Innlent 13. mars 2022 18:13
Vara við aukinni hættu á krapaflóðum Veðurstofan varar við aukinni hættu á krapaflóðum á sunnanverðu landinu á morgun vegna óveðurs. Vitað er til þess að tvö slík hafi fallið á dögunum. Innlent 13. mars 2022 16:15
Fleiri viðvaranir gefnar út og þær víða orðnar appelsínugular Appelsínugular viðvaranir hafa nú verið gefnar út vegna stormsins sem spáð er á morgun en gular viðvaranir voru upprunalega gefnar út í morgun. Viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir alla landshluta. Innlent 13. mars 2022 14:18
Mjög djúp lægð væntanleg og gular viðvaranir gefnar út Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir þar sem búist er við stormi á morgun en gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi. Mjög slæmt ferðaveður og hætta á að vatnstjón verði víða. Innlent 13. mars 2022 09:01
Spá „alvöru sunnan stormi“ á mánudag Helgin verður heldur róleg þegar kemur að veðrinu þar sem bjart verður víða á landinu í dag og á morgun. Mánudagurinn verður þó í takt við lægðir síðustu mánaða þar sem spáð er sunnan stormi með talsverðri úrkomu. Innlent 12. mars 2022 09:49
Víða allhvöss suðaustanátt og rigning Veðurstofan spáir suðaustanátt í dag, víða allhvassri með rigningu eða skúrum, en þurrt á Norðurlandi. Veður 11. mars 2022 07:26
Myndband sýnir ótrúlegt umfang flóða í Ástralíu Minnst tuttugu eru látin í Ástralíu í gríðarlegum flóðum sem geisað hafa í Nýju Suður-Wales og Queensland. Myndbönd hafa verið birt sem sýna glögglega hversu umfangsmikil flóðin hafa verið. Erlent 10. mars 2022 15:03
Hvöss suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri Veðurstofan spáir nokkuð hvassri suðaustanátt í dag með rigningu og hlýnandi veðri, en snjókomu eða slyddu fram eftir degi norðvestantil á landinu. Veður 10. mars 2022 07:08
Kröpp lægð gengur yfir austanvert landið Kröpp lægð gengur nú yfir austanvert landið og veldur hún suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu austantil á landinu fram eftir morgni. Mun hægari vindur og úrkomuminna er í öðrum landshlutum. Veður 9. mars 2022 07:10
Gul veðurviðvörun á Austfjörðum Gul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti og gildir til hádegis á morgun. Hvergi annars staðar á landinu er veðurviðvörun. Veður 8. mars 2022 17:01
„Fráveitan hefur ekki undan“ Þrjár tilkynningar hafa borist Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um vatnsleka, meðal annars í Hafnarfirði, í morgun. Innlent 8. mars 2022 10:17
Lægð nálgast hægt og bítandi úr suðri Lægð nálgast nú hægt og bítandi úr suðri og skil frá henni ganga nú yfir landið með tilheyrandi umhleypingum. Veður 8. mars 2022 07:11
Vaxandi austanátt og fer að snjóa í kvöld Veðurstofan spáir suðvestanátt, víða fimm til þrettán metra á sekúndu, og éljum, en léttskýjuðu norðaustan- og austanlands. Veður 7. mars 2022 07:13
Snjóskóflur, blásarar og sköfur seldust upp í illviðristíð Varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hversu illa viðraði á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Metfjöldi veðurviðvarana var gefinn út og snjó kyngdi niður. Illviðristíðin olli því að allur lager Húsasmiðjunnar af snjóskóflum, snjóblásurum og snjósköfum seldist upp í febrúar. Innlent 5. mars 2022 15:04
Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. Innlent 3. mars 2022 23:31
Metfjöldi viðvarana í febrúar Veðurstofa Íslands hefur aldrei gefið út fleiri veðurviðvaranir í febrúar en í ár. Heildarfjöldi viðvarana var 117 en þar af voru sex rauðar. Innlent 3. mars 2022 18:38
Tesla firrar sig ábyrgð: Situr uppi með milljóna króna tjón eftir að hafa ekið í poll Samkvæmt ábyrgðarskilmálum Tesla ber fyrirtækið ekki ábyrgð á tjónum sem verða þegar Teslu-bifreið er ekið í vatn sem er dýpra en 20 sentímetrar. Þetta segir Hafþór Pálsson, sem varð fyrir því að glæný Tesla tjónaðist þegar hann ók í poll á dögunum. Innlent 3. mars 2022 11:02
Suðlæg átt og slydduél vestan til Lægðardrag er nú á hreyfingu norðaustur yfir austurhluta landsins og fylgir því suðaustanátt og dálítil rigning eða slydda öðru hvoru á austanverðu landinu í dag. Lægðardragið fjarlægist svo með kvöldinu og rofar þá til fyrir austan. Veður 3. mars 2022 07:10
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. Innlent 2. mars 2022 18:39
Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. Innlent 2. mars 2022 11:07
Hálkuslys í höfuðborginni Nokkuð hefur verið um hálkuslys á götum höfuðborgarinnar í morgun. Innlent 2. mars 2022 10:11
Hvassviðri og rigning með tilheyrandi leysingum Djúp lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan hvassviðri og rigningu í dag með tilheyrandi leysingum, en á Norðurlandi hangir líklega þurrt fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi suðvestantil til um hádegis. Seinnipartinn og í kvöld fer að lægja, fyrst suðvestanlands. Veður 2. mars 2022 07:11
Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. Innlent 1. mars 2022 15:38
Búið að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli Vegirnir um Hellisheiði og Þrengslin hafa nú opnað aftur en þeim var lokað í morgun sökum ófærðar. Hálka er þó á svæðinu. Innlent 1. mars 2022 12:18
Stormurinn á Suðaustur- og Austurlandi gengur smám saman niður Alldjúp lægð norðaustur af landinu fjarlægist í dag og mun vestan hvassviðrið og stormurinn á Suðaustur- og Austurlandi því ganga smám saman niður. Veður 1. mars 2022 07:22
Vegir um Hellisheiði og Þrengsli lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður enn eina ferðina sökum ófærðar og sömu sögu er að segja um Þrengslin. Innlent 1. mars 2022 06:52
Búa þurfi samfélög undir óumflýjanlegar breytingar Nauðsynlegt er að grípa til aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga á samfélög. Þetta segir doktor í veður- og haffræðum. Allar líkur eru á því að meira verði um aftakaveður hér á landi. Innlent 28. febrúar 2022 21:01
Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. Innlent 28. febrúar 2022 13:25