Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Meirihlutinn segir Guðmund hafa ákveðið að hætta

Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ segir að Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, hafi sjálfur ákveðið að hætta. Það hafi hann gert þegar „þörfin var hvað mest fyrir samstöðu“ hjá sveitarfélaginu

Innlent
Fréttamynd

Hjörvar snýr aftur á Stöð 2 Sport

Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla.

Fótbolti
Fréttamynd

Uppsagnir á Fréttablaðinu

Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, hefur verið sagt upp störfum. Um er að ræða hluta af niðurskurðaraðgerðum sem kynntar voru á starfsmannafundi á fimmta tímanum í dag. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, sem ritstýrt hefur Frettabladid.is, mun sömuleiðis hætta störfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leita að arftaka Stefáns

Borgarstjórinn í Reykjavík hefur auglýst stöðu borgarritara lausa til umsóknar. Stefán Eiríksson, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ár, tekur við starfi Útvarpsstjóra þann 1. mars.

Innlent
Fréttamynd

Lykilfólki hjá Isavia sagt upp störfum

Flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, viðburðarstjóra og aðstoðarkonu forstjóra hjá Isavia var sagt upp störfum í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé í skipulagsbreytingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég er örugglega frekur karl“

Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði.

Innlent
Fréttamynd

Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð

Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra

Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað.

Innlent
Fréttamynd

Ari tekur við formennsku af Katrínu Olgu

Ari Fenger er nýr forstjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann var sjálfkjörinn á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun. Hann tekur við starfinu af Katrínu Olgu Jóhannesdóttur sem gegnt hefur stöðunni undanfarin fjögur ár. Þá koma sautján nýir inn í stjórn VÍ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lilja stýrir SagaNatura

Lilja Kjalarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins SagaNatura. Hún tekur við starfinu af Sjöfn Sigurgísladóttur sem er einn af stofnendum félagsins að því er segir í tilkynningu frá SagaNatura.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Datera skiptir um framkvæmdastjóra

Stafræna birtinga- og ráðgjafafyrirtækið Datera hefur ráðið Hreiðar Þór Jónsson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Tryggvi Freyr Elínarson, forveri Hreiðars, tekur stöðu þróunarstjóra og sérfræðings tæknilausna í stafrænni markaðssetningu

Viðskipti innlent