Tekur við starfi forseta samfélagssviðs af nýráðnum rektor Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2021 13:24 Bryndís Björk Ásgeirsdóttir. HR Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsforseti samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík, en undir sviðið heyra sálfræðideild, viðskiptadeild, lagadeild og íþróttafræðideild. Bryndís tekur við stöðunni af Ragnhildi Helgadóttur sem nýlega var skipuð rektor HR. Í tilkynningu frá skólanum segir að Bryndís hafi lokið doktorsnámi í sálfræði við King's College í London árið 2011, MA prófi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. „Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og hefur verið forseti sálfræðideildar frá 2019 og prófessor frá 2021. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og sviðsstjóri sálfræðisviðs. Hún hefur starfað við HR síðan 2005 og gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu sálfræðideildar og uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði og hagnýtri atferlisgreiningu, sem og doktorsnáms í sálfræði við háskólann. Þá hefur hún setið í fjölmörgum opinberum nefndum og tekið þátt í öðrum verkefnum fyrir sveitarfélög, ráðuneyti dómsmála, menntamála, félagsmála, heilbrigðis og viðskipta, Landlæknisembættið og Rauða kross Íslands. Hún situr í stjórn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði og í fjölskylduráði Garðabæjar og var um tíma framkvæmdarstjóri Rannsóknar og greiningar. Bryndís er virtur vísindamaður og meðal fremstu rannsakenda á sviði heilsu og líðan barna og ungmenna og afleiðingum ofbeldis. Hún hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum vísindaritum, skrifað bókakafla og rannsóknarskýrslur fyrir ráðuneyti og sveitarfélög og haldið fjölmörg erindi á innlendum og erlendum vísindaráðstefnum. Þá hefur hún mikla reynslu í kennslu á háskólastigi, er leiðbeinandi doktorsnema í sálfræði við sálfræðideild HR og hefur leiðbeint fjölda meistaranema og BSc nema í rannsóknarverkefnum. Starf sviðsforseta er 100% stjórnunarstaða. Rektor ræður í stöðuna að undangengnu áliti matsnefndar, í samræmi við skipulags- og starfsreglur HR. Í matsnefndinni sátu Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor, Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri og Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. 1. september 2021 13:45 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Bryndís tekur við stöðunni af Ragnhildi Helgadóttur sem nýlega var skipuð rektor HR. Í tilkynningu frá skólanum segir að Bryndís hafi lokið doktorsnámi í sálfræði við King's College í London árið 2011, MA prófi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. „Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og hefur verið forseti sálfræðideildar frá 2019 og prófessor frá 2021. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og sviðsstjóri sálfræðisviðs. Hún hefur starfað við HR síðan 2005 og gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu sálfræðideildar og uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði og hagnýtri atferlisgreiningu, sem og doktorsnáms í sálfræði við háskólann. Þá hefur hún setið í fjölmörgum opinberum nefndum og tekið þátt í öðrum verkefnum fyrir sveitarfélög, ráðuneyti dómsmála, menntamála, félagsmála, heilbrigðis og viðskipta, Landlæknisembættið og Rauða kross Íslands. Hún situr í stjórn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði og í fjölskylduráði Garðabæjar og var um tíma framkvæmdarstjóri Rannsóknar og greiningar. Bryndís er virtur vísindamaður og meðal fremstu rannsakenda á sviði heilsu og líðan barna og ungmenna og afleiðingum ofbeldis. Hún hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum vísindaritum, skrifað bókakafla og rannsóknarskýrslur fyrir ráðuneyti og sveitarfélög og haldið fjölmörg erindi á innlendum og erlendum vísindaráðstefnum. Þá hefur hún mikla reynslu í kennslu á háskólastigi, er leiðbeinandi doktorsnema í sálfræði við sálfræðideild HR og hefur leiðbeint fjölda meistaranema og BSc nema í rannsóknarverkefnum. Starf sviðsforseta er 100% stjórnunarstaða. Rektor ræður í stöðuna að undangengnu áliti matsnefndar, í samræmi við skipulags- og starfsreglur HR. Í matsnefndinni sátu Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor, Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri og Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. 1. september 2021 13:45 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. 1. september 2021 13:45