Tekur við starfi forseta samfélagssviðs af nýráðnum rektor Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2021 13:24 Bryndís Björk Ásgeirsdóttir. HR Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsforseti samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík, en undir sviðið heyra sálfræðideild, viðskiptadeild, lagadeild og íþróttafræðideild. Bryndís tekur við stöðunni af Ragnhildi Helgadóttur sem nýlega var skipuð rektor HR. Í tilkynningu frá skólanum segir að Bryndís hafi lokið doktorsnámi í sálfræði við King's College í London árið 2011, MA prófi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. „Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og hefur verið forseti sálfræðideildar frá 2019 og prófessor frá 2021. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og sviðsstjóri sálfræðisviðs. Hún hefur starfað við HR síðan 2005 og gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu sálfræðideildar og uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði og hagnýtri atferlisgreiningu, sem og doktorsnáms í sálfræði við háskólann. Þá hefur hún setið í fjölmörgum opinberum nefndum og tekið þátt í öðrum verkefnum fyrir sveitarfélög, ráðuneyti dómsmála, menntamála, félagsmála, heilbrigðis og viðskipta, Landlæknisembættið og Rauða kross Íslands. Hún situr í stjórn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði og í fjölskylduráði Garðabæjar og var um tíma framkvæmdarstjóri Rannsóknar og greiningar. Bryndís er virtur vísindamaður og meðal fremstu rannsakenda á sviði heilsu og líðan barna og ungmenna og afleiðingum ofbeldis. Hún hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum vísindaritum, skrifað bókakafla og rannsóknarskýrslur fyrir ráðuneyti og sveitarfélög og haldið fjölmörg erindi á innlendum og erlendum vísindaráðstefnum. Þá hefur hún mikla reynslu í kennslu á háskólastigi, er leiðbeinandi doktorsnema í sálfræði við sálfræðideild HR og hefur leiðbeint fjölda meistaranema og BSc nema í rannsóknarverkefnum. Starf sviðsforseta er 100% stjórnunarstaða. Rektor ræður í stöðuna að undangengnu áliti matsnefndar, í samræmi við skipulags- og starfsreglur HR. Í matsnefndinni sátu Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor, Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri og Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. 1. september 2021 13:45 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Bryndís tekur við stöðunni af Ragnhildi Helgadóttur sem nýlega var skipuð rektor HR. Í tilkynningu frá skólanum segir að Bryndís hafi lokið doktorsnámi í sálfræði við King's College í London árið 2011, MA prófi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. „Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og hefur verið forseti sálfræðideildar frá 2019 og prófessor frá 2021. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og sviðsstjóri sálfræðisviðs. Hún hefur starfað við HR síðan 2005 og gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu sálfræðideildar og uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði og hagnýtri atferlisgreiningu, sem og doktorsnáms í sálfræði við háskólann. Þá hefur hún setið í fjölmörgum opinberum nefndum og tekið þátt í öðrum verkefnum fyrir sveitarfélög, ráðuneyti dómsmála, menntamála, félagsmála, heilbrigðis og viðskipta, Landlæknisembættið og Rauða kross Íslands. Hún situr í stjórn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði og í fjölskylduráði Garðabæjar og var um tíma framkvæmdarstjóri Rannsóknar og greiningar. Bryndís er virtur vísindamaður og meðal fremstu rannsakenda á sviði heilsu og líðan barna og ungmenna og afleiðingum ofbeldis. Hún hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum vísindaritum, skrifað bókakafla og rannsóknarskýrslur fyrir ráðuneyti og sveitarfélög og haldið fjölmörg erindi á innlendum og erlendum vísindaráðstefnum. Þá hefur hún mikla reynslu í kennslu á háskólastigi, er leiðbeinandi doktorsnema í sálfræði við sálfræðideild HR og hefur leiðbeint fjölda meistaranema og BSc nema í rannsóknarverkefnum. Starf sviðsforseta er 100% stjórnunarstaða. Rektor ræður í stöðuna að undangengnu áliti matsnefndar, í samræmi við skipulags- og starfsreglur HR. Í matsnefndinni sátu Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor, Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri og Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. 1. september 2021 13:45 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. 1. september 2021 13:45