Körfubolti

Rodman var drukkinn í viðtalinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dennis Rodman hefur nú viðurkennt að hann var ölvaður í skrautlegu viðtali sem var sýnt á CNN-sjónvarpstöðinni í vikunni.

Rodman er staddur í Norður-Kóreu með nokkrum fyrrum stjörnum úr NBA-deildinni en þeir spiluðu leik gegn norður-kóreska landsliðinu í tilefni af 31 árs afmæli Kim Jung Un, umdeildum leiðtoga landsins.

„Sumir félaga minna voru að fara eftir að hafa verið beittir þrýstingi af fjölskyldum sínum og styrktaraðilum. Draumur minn um að miðla málum í gegnum körfubolta var að hrynja,“ sagði í yfirlýsingu Rodman.

„Ég hafði verið að drekka. Það er ekki afsökun en þegar kom að viðtalinu var ég í uppnámi. Það þyrmdi yfir mig. Ég er ekki að afsaka mig - bara segja sannleikann.“

Rodman bað fjölskyldu Kenneth Bae afsökunar en Bae er bandarískur þegn sem hefur verið í haldi í Norður-Kóreu undanfarið ár án þess að ástæður þess hafa verið útskýrðar.

„Margir urðu fyrir vonbrigðum vegna minna gjörða. Mér þykir það mjög leitt. Ég á að vita betur en að gefa pólitískar yfirlýsingar.“

Leikurinn fór fram í gær en fyrir leikinn söng Rodman afmælissönginn fyrir Kim. Myndband af því má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×