Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Í hádegisfréttum verður rætt við borgarstjórann í Reykjavík og forstjóra Orkuveitunnar um stöðuna á Grundartanga. 25.11.2025 11:40
Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Elsti íbúi dýragarðsins í San Diego í Bandaríkjunum, risaskjaldbakan Gramma, er nú öll. Talið er að hún hafi verið 141 árs. 25.11.2025 08:36
Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. 25.11.2025 07:22
Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Í hádegisfréttum verður rætt við varðstjóra á Norðurlandi vestra sem segir mikla mildi að ekki hafi farið verr þegar þrír bílar með alls fjórtán innanborðs skullu saman fyrir utan Blönduós í gær. 24.11.2025 11:35
Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um hina nýju fjármögnunarleið sem virðist vera að ryðja sér til rúms þar sem verktakar verða meðeigendur í íbúðum kaupenda. 21.11.2025 11:39
Tugir látnir í flóðum í Víetnam Að minnsta kosti fjörutíu og einn er látinn í Víetnam eftir miklar rigningar og flóð sem gengið hafa yfir miðhluta landsins síðustu daga. 21.11.2025 08:31
Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Málverk eftir mexíkósku listakonuna Fridu Kahlo seldist á uppboði í New York í gærkvöldi á tæpar fimmtíu og fimm milljónir dala, eða um sjö milljarða íslenskra króna. Þar með féll met en verkið er nú dýrasta listaverk heims sem gert er af konu. 21.11.2025 07:46
Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Þingmenn Framsóknarflokksins vilja svara Evrópusambandinu í sömu mynt og hækka tolla á innfluttar landbúnaðarvörur frá Evrópu sem viðbragð við verndartollum sambandsins á kísilmálm. 20.11.2025 11:30
Trump staðfestir Epstein-lögin Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í nótt undir frumvarp sem kveður á um að stjórnvöld geri öll skjöl varðandi kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein opinber og aðgengileg almenningi. 20.11.2025 07:22
Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka meginvexti bankans. 19.11.2025 11:31