Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna

Frjósemismiðstöðin Livio hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni á þriðja tug milljóna króna. Ekki þótti sannað að Ingunn Jónsdóttir hefði brotið skilyrði um að stofna ekki eigin frjósemisstofu sem voru að finna í samningi Ingunnar við Livio.

„Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“

Stjórnendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hyggjast í kjölfar gagnrýni á úrslit Eurovision 2025 rýna í hvort markaðsstarf þátttökuþjóða og hámarksfjöldi atkvæða hafi óeðlileg áhrif á úrslit keppninnar. Ríkisstjórn Ísraels varði miklum fjármunum í kynningarstarf fyrir framlag sitt í Eurovision-vikunni.

Á­kærður fyrir að ráðast á leigu­bíl­stjóra

Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra utan við heimili sitt í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi í febrúar fyrir rúmum tveimur árum. Bassi segir leigubílstjórann hafa tekið af honum símann eftir að hafa ætlað að rukka hann fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn.

Einn lést í brunanum á Hjarðar­haga

Einn er látinn eftir eldinn sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Annar er alvarlega slasaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ber fyrir sig minnis­leysi á verknaðarstundu

Sigurður Fannar Þórsson, karlmaður á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana í september í fyrra, ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Hann er metinn sakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Aðalmeðferð fer fram í júní og verður þinghald lokað.

Haraldur Jóhanns­son er látinn

Haraldur Jóhannsson, einnig þekktur sem Halli í Nesi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. maí síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum.

Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaín­smygl

Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna.

Bak­slag í veikindi Val­geirs

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson berst fyrir lífi sínu á krabbameinsdeild Landspítalans eftir að bakslag kom í baráttu hans við víðtækt eitlakrabbamein sem hann greindist með árið 2021. Sonur hans segir að tónlistin verði alltaf hans haldreipi í baráttunni.

Sjá meira