Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Berg­þór með brjósklos og blæs á slúður

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir enga safaríka sögu á bak við þá staðreynd að hann sé frá störfum á Alþingi á sama tíma og fréttist að sambýliskona hans sé hætt störfum fyrir flokkinn. Um tilviljun sé að ræða en Bergþór liggur flatur með brjósklos.

Klámleikkona slapp með sekt og brott­vísun

Klámleikkonan Bonnie Blue, sem heitir réttu nafni Tia Billinger, slapp við þungan dóm í Indónesíu og þarf einungis að greiða sekt sem nemur um 1500 íslenskum krónum. Hún verður jafnframt að yfirgefa landið og flýgur á brot í kvöld. 

Keyptu ekki skýringar um neyðar­vörn í Mjóddinni

Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk annan karlmann í Mjóddinni í Reykjavík í júlí í sumar. Hinn karlmaðurinn særðist lífshættulega en sá átti upphafið að átökunum með að kýla Dag með krepptum hnefa í andlitið. Dagur Þór bar fyrir sig neyðarvörn en dómurinn keypti ekki þær skýringar.

Fjöl­skyldur fórnar­lamba krefjast á­byrgðar Sádi-Arabíu

Aðstandendur fórnarlamba árásanna þann 11. september 2001 hafa árum saman barist fyrir því að fá að lögsækja Sádi-Arabíu vegna meints stuðnings ríkisins við hluta hryðjuverkamannanna. Nýlega birt gögn bandarískra yfirvalda hafa styrkt grunsemdir fjölskyldnanna enn frekar og samhliða halda málaferlin áfram að silast í gegnum dómskerfið, 24 árum eftir atburðina.

Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda þrettán ára dreng typpamynd á Snapchat. Landsréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands eystra.

Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunar­gögnin

Karlmaður sem aftur er kominn á bak við lás og slá í tengslum við rannsókn lögreglu á mannsláti í Kópavogi í lok nóvember er frá Grikklandi. Lífsýni á hnífi er lykilgagn í málinu.

Sundmenning Ís­lands á lista UNESCO

Að stinga sér til sunds í íslenskri sundlaug er ekki lengur bara hversdagsleg athöfn. Ekki frekar en að setjast niður og borða heimatilbúna máltíð á Ítalíu. Hvoru tveggja bætist á lista UNESCO yfir óáþreifilegan menningararf í vikunni.

Reiknar með fljótri og góðri á­kvörðun fyrir Ís­land

Formaður stjórnar RÚV á von á því að stjórnin verði fljót að komast að niðurstöðu um það hvort Ísland taki þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Hann á von á góðri niðurstöðu á fundinum fyrir Ísland.

Sjá meira