Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimm þúsund starfs­menn borgarinnar fengu of mikið greitt

Reykjavíkurborg þurfti um áramótin að leiðrétta greiðslur til starfsmanna upp á samanlagt  34 milljónir króna vegna kerfisvillu við útreikning desemberuppbótar. Um 4900 starfsmenn Reykjavíkurborgar fengu of mikið greitt.

Skila sex hundruð milljónum

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá ráðstöfun 600 milljón króna af fjárheimildum ársins 2025 og lagt til við fjármála- og efnahagsráðherra að horft verði til þess við gerð frumvarps til fjáraukalaga.

Um­talað kynferðisbrotamál fer á efsta dóm­stigi

Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni karlmanns sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á samstarfskonu eiginkonu sinnar. Karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi.

Starfs­fólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum

Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV.

Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið

Guðmundur Ingi Þórvaldsson leikari segist hafa tengst stórleikaranum Anthony Hopkins í gegnum sameiginlega reynslu þeirra af tólf spora kerfinu. Hann segir hvert ár sem tekst að halda börnum frá áfengi og fíkniefnum skipta sköpum. Taka verði utan um þá krakka sem ekki passi inn í.

Reynir að greiða úr flækjunni standi Guð­rún við stóru orðin

Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu.

Gulli hafi loksins unnið formannsslag

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir eindregin stuðning Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hans hóps við framboð Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa tryggt henni sigur á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Tap Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hafi mislesið salinn í Laugardalshöll, sé um leið tap flokkseigendafélagsins og „hrútakofans“ á Mogganum.

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá

Jón Otti Ólafs­son, prent­ari og einn öflugasti körfu­bolta­dóm­ari landsins um árabil, lést á Hrafn­istu í Hafnar­f­irði 28. fe­brú­ar síðastliðinn, 83 ára að aldri.

Aukatónleikar Bryan Adams

Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sena ákveðið að halda aukatónleika með Bryan Adams í Eldborg, Hörpu. Aukatónleikarnir fara fram daginn eftir hina tónleika, þriðjudaginn 22. apríl.

Hjálmar Örn fékk hjarta­á­fall

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall heima hjá sér á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann þakkar heilbrigðiskerfi á Íslandi fyrir fagmennsku á ögurstundu.

Sjá meira