Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest 150 þúsund króna sekt á kjúklingaræktanda vegna brots á lögum um velferð dýra. Ráðuneytið minnir Matvælastofnun um leið á að halda sig við staðreyndir málsins og halda ályktunum sem njóti ekki stuðnings gagna til hlés. 30.8.2025 07:00
Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Kennari til fjörutíu ára hjá skólum Reykjavíkurborgar segir sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju frá borginni fyrir unnin störf. Hún vonast til þess að borgin taki það upp hjá sér að þakka starfsfólki fyrir við þessi tímamót. 29.8.2025 12:00
Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir ekki lögmál að á Íslandi þurfi að vera hátt matarverð. Íslenskur markaður hafi tvo lykilþætti til að halda verði niðri sem séu samkeppni og fjöldi viðskiptavina. 29.8.2025 10:07
Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundaráðgjafi telur mikilvægt að stytta sumarfrí grunnskólabarna á Íslandi um tvær vikur. Sumarfríið sé lengra en tíðkist hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. Þá sé ekki sjálfsagt að börn séu skráð á námskeið allt sumarið meðan foreldrar vinni. 28.8.2025 11:12
Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. 28.8.2025 07:01
Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. 27.8.2025 15:10
Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kynnti landsliðshópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2026 og sat fyrir svörum á blaðamannafundi sem var í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 27.8.2025 12:36
Töluðu íslensku við mannhafið Það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar bandaríska hljómsveitin Smashing Pumpkins mætti á svið Laugardalshallar í gærkvöldi. Uppselt varð á tónleikana á fyrsta degi miðasölu í vetur og ljóst að mun færri komust að en vildu. 27.8.2025 11:11
Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Svein Magnússon, lækni og fyrrverandi skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, formann stjórnar Landspítala út skipunartíma sitjandi stjórnar sem er 11. júlí 2026. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins. 26.8.2025 15:46
„Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur. 25.8.2025 16:01