María Heimisdóttir skipuð landlæknir María Heimisdóttir fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga hefur verið skipuð í embætti landlæknis til næstu fimm ára. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun. 27.2.2025 16:35
Ekki valin en draumurinn lifir Íslenskur læknir í Bandaríkjunum sem sótti um embætti landlæknis en var ekki valin vonast samt til þess að draumur hennar rætist, að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. Hún er uppnumin eftir vinnu þríeykisins í kórónuveirufaraldrinum. 27.2.2025 16:26
Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Fundur ríkisstjórnarinnar á morgun verður haldinn á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Ríkisstjórnin mun einnig eiga fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga og með bæjarstjórn Grindavíkur. 27.2.2025 14:12
Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Framkvæmdastjóri Lyfjablóms á von á því að ákæra verði gefin út á hendur Þórði Má Jóhannessyni fjárfesti vegna viðskiptagjörninga þess síðarnefnda sem forstjóri Gnúps fjárfestingarfélag. Hann stefnir á að fara með mál sitt á hendur Þórði og fyrrverandi ráðherra til endurupptökudómstóls. 27.2.2025 11:57
Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Þingvallavegi síðastliðinn fimmtudag, var búsettur á Selfossi og hét Kristján Júlíusson. Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn. 27.2.2025 11:03
Norskir komast í Víking gylltan Íslenskur andi mun svífa yfir vötnum vínbúðanna í Noregi frá og með 6. mars þegar Víking gylltur verður fáanlegur í 191 verslun Vinmonopolet þar í landi. Bjórinn hafnaði í fyrsta sæti í útboði vínboðanna ytra á dögunum. 27.2.2025 07:03
Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli. 26.2.2025 14:20
Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Þórður Már Jóhannesson fjárfestir segir allar staðhæfingar Björns Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Lyfjablóms, í tengslum við atvika er varða fjárfestingarfélagið Gnúp á árunum fyrir hrun fullkomlega tilhæfulausar. Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms vegna málsins. 26.2.2025 13:06
Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Bændasamtök Íslands ásamt Samtökum ungra bænda, Samtökum smáframleiðenda matvæla, Beint frá býli, Samtaka afurðastöðva í mjólkurframleiðslu og Samtök fyrirtækja í landbúnaði boða til fundar á Hótel Hilton Nordica miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 13 til 15:30. 26.2.2025 12:32
Strákar og stálp fá styrk Háskólinn í Reykjavík fagnar nýundirrituðu samkomulagi milli Háskólans í Reykjavík og JBT Marel og Brim um styrkveitingu fyrir viðburðinum Strákar og stálp í háskóla sem mun fara fram nú í vor. 26.2.2025 11:33