Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Héraðssaksóknari hefur ákært 28 ára konu í Garðabæ fyrir manndráp, með því að hafa orðið föður sínum að bana, og tilraun til að verða móður sinni að bana. Konan hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í apríl. 30.7.2025 10:40
Veðurspáin fyrir helgina að skána Nokkrar breytingar hafa orðið á veðurspánni fyrir Verslunarmannahelgina og eru þær flestar til bóta. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku og bendir sérstaklega á hlýindi fyrir norðan og austan. 30.7.2025 10:18
Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður. 30.7.2025 10:09
Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Talið er að um fimm þúsund manns hafi verið staddir á Borgarfirði eystra liðna helgi þar sem Bræðslan var haldin. Hátíðin fagnaði tuttugu ára afmæli í ár og komust færri að en vildu. 29.7.2025 16:25
Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. 29.7.2025 11:27
Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. 29.7.2025 11:02
Mögulegur fyrirboði um goslok Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka. 29.7.2025 10:22
Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Bílaleigan Blue Car Rental við Keflavíkurflugvöll hagnaðist um 721 milljón króna á árinu 2024, samanborið við 1.168 milljónir króna árið áður. Um er að ræða 38 prósenta samdrátt í hagnaði milli ára. 29.7.2025 10:13
„Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga. 28.7.2025 16:50
MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands á árunum 2020-2022 neyðist til að greiða skólanum rúmlega átta hundruð þúsund krónur. Um er að ræða hluta af skólagjöldum sem nemandinn hafði neitað að borga og borið við forsendubresti og óánægju með námið. Hann fór hörðum orðum um starfsfólk námsins og sakaði meðal annars um lygar. 28.7.2025 16:31