Gjaldþrota meðhöndlari Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari, sem var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex konum, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp úrskurð þess efnis þann 4. febrúar síðastliðinn. 24.2.2025 10:42
Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og frambjóðendur til formanns flokksins á landsfundi komandi helgi mætast í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Kappræðurnar verða í beinni útsendingu. 24.2.2025 09:08
Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. 21.2.2025 16:58
Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. 21.2.2025 14:25
Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Formaður Kennarasambands Íslands klórar sér í kollinum yfir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafni nú forsenduákvæði í tillögu ríkissáttasemjara sem sambandið samþykkti í janúar. Hann segir útgöngu kennara víða um land í dag hafa verið alfarið án hans vitneskju. 21.2.2025 14:04
Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna boða til blaðamannafundar í Ráðhúsinu í dag. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá fundinum. 21.2.2025 14:00
Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21.2.2025 12:34
Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21.2.2025 11:29
Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Nýr borgarstjóri tekur við völdum í Reykjavík á morgun þegar greidd verða atkvæði um tillögu nýs meirihluta á aukafundi borgarstjórnar. 20.2.2025 16:52
Kennarar samþykkja innanhússtillögu Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara. 20.2.2025 16:13