Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég hefði getað sett þrjú“

„Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA.

Upp­gjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn

Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar.

Lauf­ey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu

Laufey Agnarsdóttir er heimsmeistari í bekkpressu með búnaði í öldungaflokki eftir að hafa lyft 140 kílóum á heimsmeistarakeppninni í Drammen í Noregi fyrr í dag. Guðný Ásta Snorradóttir hreppti silfur í sömu grein.

Glódís rústaði Guð­rúnu og Ísa­bellu í sjö manna bolta

Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir, landsliðskonur í fótbolta, mættust með félagsliðum sínum Bayern Munchen og Rosengard á skemmtilegu móti þar sem aðeins sjö leikmenn eru í hverju liði. Glódís og stöllur í Bayern báru 4-0 sigur úr býtum.

Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH

Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður til margra ára, hefur tekið hanskana af hillunni til hjálpar FH og mun spila með liðinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun. Sandra leysir af aðalmarkvörðinn Aldísi Guðlaugsdóttur, sem sleit krossband um síðustu helgi.

Trú­lofað par tekið inn í FH fjöl­skylduna

Khalil Chaouachi og sambýliskona hans Szonja Szöke munu leika með handboltaliðum FH næstu þrjú árin. Khalil er 23 ára línumaður en Szonja tvítugur markmaður. Félagið mun hjálpa þeim að aðlagast nýju landi og nýjum handbolta.

„Verð fyrir von­brigðum ef ég fæ ekki að halda á­fram“

Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það verða vonbrigði ef hann fær ekki að halda áfram þjálfun liðsins og byggja á árangrinum sem náðist í gærkvöldi. Evrópudeildartitillinn gæti nýst sem góður stökkpallur, þrátt fyrir tuttugu töp á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. 

Valinn verð­mætastur eftir besta tíma­bil í sögu fé­lagsins

Shai Gilgeous-Alexander var valinn verðmætasti leikmaður NBA í gærkvöldi, eftir að hafa skorað mest allra leikmanna að meðaltali og farið fyrir liði Oklahoma City Thunder á besta tímabili í sögu félagsins. Shai fékk 71 af 100 atkvæðum en Nikola Jokic varð annar með 29 atkvæði.

Sjá meira