KA/Þór með fullt hús stiga Sameiginlegt lið KA og Þórs er enn með fullt hús stiga í Olís deild kvenna í handbolta eftir að hafa sótt 27-25 sigur gegn Selfossi í þriðju umferðinni í kvöld. 24.9.2025 20:08
Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna í 2-0 sigri Midtjylland gegn Sturm Graz í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar. 24.9.2025 19:10
Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sandra María Jessen skoraði bæði mörk 1. FC Köln í 2-1 sigri á útivelli gegn SGS Essen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 24.9.2025 18:59
Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eitt af tíu mörkum í leik Sarpsborg og Kjelsas í þriðju umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta. Sarpsborg fór að endingu áfram eftir 5-5 jafntefli en 6-5 sigur í vítaspyrnukeppni. 24.9.2025 18:51
Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í stórskemmtilegum 30-27 sigri Veszprém á útivelli gegn Dinamo Búkarest í þriðju umferð Meistaradeildarinnar. 24.9.2025 18:35
Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Darri Aronsson er snúinn aftur heim í Hauka eftir þrjú ár í Frakklandi án þess að spila leik. Hann er loks farinn að æfa á ný og stefnir á að spila með liðinu í Olís deild karla í vetur. 24.9.2025 17:37
Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kári Kristján Kristjánsson er orðinn leikmaður Þórs á Akureyri og mun spila sinn fyrsta leik á laugardaginn, gegn fyrrum félagi sínu ÍBV. Þrátt fyrir vondan viðskilnað er hann spenntur að mæta aftur til Vestmannaeyja. 24.9.2025 08:00
„Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Þórdís Ólöf Jónsdóttir hljóp tæpa þrjú hundruð kílómetra í bakgarðshlaupinu í Heiðmörk um helgina en ákvað þá að segja þetta gott, til að eyðileggja sig ekki alveg. Nú tekur við góð hvíld, enda allt kerfið í rugli. 23.9.2025 10:32
Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Jordan Davis varð hetja Philadelphia Eagles í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Los Angeles Rams á lokasekúndu leiksins. Hann varð í leiðinni sá þyngsti í sögu NFL til að skora snertimark eftir spark andstæðingsins. 22.9.2025 17:16
Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Red Bull hefur formlega gengið frá brottrekstri fyrrum liðsstjórans Christian Horner með margra milljarða króna starfslokagreiðslu. Líklegt þykir að Horner nýti nýfengið fé til að eignast hlut í einhverju öðru Formúlu 1 liði. 22.9.2025 12:30