„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21.5.2025 23:35
Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21.5.2025 23:09
„Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ „Alsæla. Ég á hreinlega ekki orð“ sagði Íslandsmeistarinn Hlynur Bæringsson eftir sigur í oddaleik gegn Tindastóli. Þetta var hans síðasti leikur á löngum ferli, sem endar með fyrsta Íslandsmeistaratitli í sögu Stjörnunnar. 21.5.2025 22:27
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21.5.2025 22:00
Amorim vildi ekki ræða framtíðina Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, vildi ekki svara spurningum um framtíð sína hjá félaginu, eftir 1-0 tap í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham. 21.5.2025 21:57
„Okkur er alveg sama núna“ „Ég er svo glaður, þetta tímabil hefur verið mjög erfitt, en okkur er alveg sama núna“ sagði Brennan Johnson, leikmaður Tottenham eftir að hafa orðið Evrópudeildarmeistari. 1-0 sigur varð niðurstaðan í úrslitaleiknum gegn Manchester United. Johnson snerti boltann en Luke Shaw átti síðustu snertinguna áður en hann lak yfir línuna. 21.5.2025 21:33
Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham varð Evrópudeildarmeistari með 1-0 sigri gegn Manchester United í úrslitaleik. Markið má sjá hér fyrir neðan. 21.5.2025 21:17
Tottenham vann Evrópudeildina Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008. 21.5.2025 21:00
Shaq segist hundrað prósent Shaquille Rombley, miðherji Stjörnunnar, sést hita upp með liðinu í aðdraganda oddaleiksins og er skráður á leikskýrsluna í leiknum gegn Tindastóli sem fer fram í Síkinu í kvöld. Hann staðfesti í viðtalið við Andra Má Eggertsson að hann væri klár í slaginn í kvöld. 21.5.2025 19:28
Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Íslendingaliðið Kolstad vann 2-0 sigur í seríunni gegn Elverum í úrslitaeinvígi norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Seinni leik liðanna í dag lauk með 31-28 sigri Kolstad á heimavelli. 21.5.2025 18:17