Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Irene Paredes verður í leikbanni þegar Spánn mætir Portúgal á Evrópumóti kvenna í fótbolta í kvöld, vegna rauðs spjalds sem hún fékk fyrir ári síðan. 3.7.2025 14:33
Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3.7.2025 11:23
Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Sumarmótin halda göngu sinni áfram á Sýn Sport í kvöld þegar sýndur verður veglegur þáttur um Orkumótið sem fór fram í Vestmannaeyjum og réðist í æsispennandi vítaspyrnukeppni um síðustu helgi. 3.7.2025 10:32
Glódís mætti ekki á æfingu Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki jafnað sig af magakveisunni sem neyddi hana af velli í gær og mætti ekki á æfingu íslenska landsliðsins í morgun. 3.7.2025 09:08
Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Fjárhagsstaðan er afar slæm hjá Sheffield Wednesday, sem spilar í Championship deildinni á Englandi. Um mánaðamótin borgaði félagið bara leikmönnum undir 21 árs aldri laun, því þeir eru verðmæt söluvara, og nú má allt aðalliðið rifta samningi sínum ef þeir vilja. 3.7.2025 08:32
Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 3.7.2025 08:23
Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Bandaríkin og Mexíkó munu mætast í úrslitaleik um Gullbikarinn eftir sigra í undanúrslitunum gegn Gvatemala og Hondúras. Sem verður síðasti keppnisleikur liðanna áður en þau halda og spila heimsmeistaramótið á næsta ári. 3.7.2025 08:18
Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk góðan stuðning úr stúkunni en þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-0 tap í fyrsta leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna. 3.7.2025 08:02
„Heilt yfir var ég bara sáttur“ Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson er ósammála flestum og fannst Ísland gera margt gott í tapinu gegn Finnlandi. Hann segir hundfúlt að hafa tapað en mótið ekki búið og nú þurfi bara að spýta í lófana. 2.7.2025 19:06
„Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Cecilía Rán Rúnarsdóttir segir íslenska landsliðið hafa brugðist vel við og sýnt karakter eftir áföll í leiknum gegn Finnlandi. Henni fannst Ísland halda markaskorara Finnlands vel í skefjum, fyrir utan eitt skiptið þegar hún skoraði. 2.7.2025 18:45