Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við erum betra liðið“

Sérfræðingar Vísis voru sammála um að Ísland sé sigurstranglegra en Finnland fyrir fyrsta leik á EM í Sviss. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sló um sig varnagla og sagði finnska liðið ekki eins slakt og margir halda, en systur Ásthildur og Þóra Björg Helgadætur segja ekkert annað en sigur koma til greina.

Upp­gjörið: Ís­land - Finn­land 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap

Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt.

„Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitt­hvað nýtt“

Vilhjálmur Haraldsson, faðir landsliðskonunnar Karólínu Leu, er mættur út til Sviss á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins fyrir fyrsta leik gegn Finnlandi. Hann er einstaklega stoltur af sinni stelpu, sem spilar ekki bara landsleik í dag heldur samdi hún líka við ítalska stórliðið Inter í morgun.

„Ungur og hæfi­leika­ríkur leikmannahópur“

Markahæsti landsliðsmaður Frakklands frá upphafi, Oliver Giroud, er orðinn liðsfélagi Hákons Arnars Haraldssonar hjá Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Franski framherjinn stæðilegi er spenntur fyrir því að miðla sinni reynslu til ungra leikmanna liðsins.

„Verður vonandi langt sumar í Sviss“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Bónus deild karla og eiginmaður íslensku landsliðskonunnar Natöshu Moraa Anasi, er mættur út til Sviss og vel stemmdur fyrir fyrsta leik Íslands gegn Finnlandi. Rúnar hefur svo mikla trú á stelpunum okkar að hann hefur ekki enn pantað flug heim.

Goð­sagnir hita upp fyrir EM í Pallborði

Stelpurnar okkar hefja leik á EM í fótbolta klukkan 16:00 í dag er liðið mætir Finnlandi. Hitað verður vel upp fyrir leik dagsins og mótið allt í sérstöku EM-Pallborði sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14:00.

Karó­lína Lea orðin leik­maður Inter

Ítalska félagið Inter hefur fest kaup á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, landsliðskonu Íslands sem spilar fyrsta leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss síðar í dag. Karólína skrifar undir samning til ársins 2028. 

Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki

Borussia Dortmund komst áfram í átta liða úrslit heimsmeistaramóts félagsliða með 2-1 sigri gegn Monterrey í nótt. Þar mun liðið mæta Real Madrid en Jobe Bellingham verður í leikbanni eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald á mótinu.

Sjá meira