Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki

Borussia Dortmund komst áfram í átta liða úrslit heimsmeistaramóts félagsliða með 2-1 sigri gegn Monterrey í nótt. Þar mun liðið mæta Real Madrid en Jobe Bellingham verður í leikbanni eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald á mótinu.

„Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“

KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár.

Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Ís­lands á EM

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi.

Gunn­laugur tveimur undir pari en spænski fé­laginn efstur

Gunnlaugur Árni Sveinsson, besti áhugakylfingur Íslands, fór fyrri hringinn tveimur höggum undir pari og er jafn í tólfta sætinu á lokaúrtökumóti Opna breska meistaramótsins í golfi. Spánverjinn David Puig spilaði fyrri hringinn í holli með Gunnlaugi og er efstur, átta höggum undir pari.

Orðnar vanar hitanum án loft­kælingar en fannst rigningin góð

Skipst hefur á sólskini og skúrum í Sviss, þangað sem íslenska kvennalandsliðið er mætt til leiks á Evrópumótið. Stelpurnar okkar leyfa háum hita ekki að hafa áhrif en tóku rigningu gærdagsins fagnandi þar sem það er engin loftkæling á hóteli liðsins.

Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið

Fabio Deivson Lopes Maciel, 44 ára gamall markmaður Fluminense, er langelsti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann hefur slegið heimsmet ítalska markmannsins Gianluigi Buffon fyrir að halda marki oftast hreinu og er nú á leið með að verða leikjahæsti fótboltamaður allra tíma. 

Sjá meira