Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Napoli getur tryggt sér ítalska deildarmeistaratitilinn næsta föstudag en ef Inter tekst að jafna liðið að stigum verður hreinn úrslitaleikur um titilinn spilaður á mánudag á Ólympíuleikvanginum í Róm. 20.5.2025 13:01
Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Sigurður Breki Kárason, leikmaður KR í Bestu deild karla, viðbeinsbrotnaði eftir samstuð við Þórð Gunnar Hafþórsson, leikmann Aftureldingar, í leik liðanna á sunnudag. Sigurður verður frá í fjórar vikur vegna meiðslanna. 20.5.2025 12:16
Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Fjölniskonan Eygló Dís Ármannsdóttir og Víkingurinn Raj K. Bonifacius urðu Reykjavíkurmeistarar í tennis þegar Meistaramóti Reykjavíkur lauk í gær á tennisvöllum Víkings í Fossvoginum. 20.5.2025 11:31
„Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er meðvitaður um varnarvandræði liðsins í hornspyrnum en er að vinna í vandamálinu. Hann var ánægður með karakter sinna manna, sem stigu upp í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 2-2 jafntefli varð lokaniðurstaðan þegar Víkingar komu í heimsókn. 19.5.2025 22:03
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig. 19.5.2025 21:15
Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18.5.2025 22:04
Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur með átta mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í fyrsta leik gegn BSV Bern í úrslitaeinvígi svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 18.5.2025 16:53
Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Lyngby og Aalborg, lið Sævars Atla Magnússonar og Nóels Atla Arnórssonar, eru bæði fallin úr dönsku úrvalsdeildinni. Sævar og félagar töpuðu 5-1 gegn Sönderjyske. Nóel og félagar töpuðu 2-3 gegn Silkeborg. Liðin munu mætast í þýðingarlausum leik í lokaumferðinni næstu helgi. 18.5.2025 16:42
Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Nítján ára gamli Keflvíkingurinn Gabríel Aron Sævarsson gerði sér lítið fyrir á Akureyri og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik gegn Þór, í 2-4 sigri Keflvíkinga sem settust í efsta sæti Lengjudeildarinnar. 18.5.2025 16:18
Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Jamie Vardy átti draumaendi á ferli sínum með Leicester City þegar hann skoraði 200. mark sitt fyrir félagið í 500. leiknum. Leicester fór með 2-0 sigur af hólmi gegn Ipswich. 18.5.2025 16:00