Anna Gunndís Guðmundsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Fá­tæk börn upp­lifa meiri van­líðan og minna öryggi

Börn sem upplifa að fjárhagsstaða fjölskyldu þeirra sé slæm finna fyrir meiri vanlíðan, minna öryggi og eiga í verri félagstengslum en jafnaldrar þeirra. Þetta kom fram í niðurstöðum úr íslensku æskulýðsrannsókninni sem kynntar voru á málþingi í tilefni af Alþjóðlegum hamingjudegi sem haldinn var hátíðlegur í gær.

Hamingja dvínandi þótt Ís­land berjist um topp­sæti

Rannsókn bendir til þess að Íslendingar hrapi niður lista hamingjusömustu þjóða í heimi og því fylgir aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu. Ísland deilir öðru til þriðja sæti listans með Dönum en Finnar toppa listann. Auðveld leið til félagslegra tengsla og áhrif á eigin líf skipta sköpum.

Taka þurfi fastar á börnum sem beita of­beldi

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin.  

Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í ver­öldinni

Foreldrar sem eiga tvítugan son með fjölþættan vanda eru sorgmædd yfir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að loka eigi Janusi endurhæfingu eftir að vera loksins komin með úrræði sem þau telja að geti mætt þörfum sonar þeirra. Þau óttast að hans bíði ekkert annað en líf á örorku ef fer sem horfir. 

Óttast að missa úr­ræðið sem breytti lífi hennar

Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið.

Ó­vænt verk­föll á flug­völlum í Þýska­landi hafa víð­tæk á­hrif

Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð.

Ólög­legt starfs­fólk og skattaóreiða veitinga­staða

Eftirlit Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Skattsins á veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins leiddi í ljós að einhverjir veitingastaðir eru með starfsfólk sem eru án réttinda til vinnu hérlendis og sumsstaðar var skattaskilum ábótavant. Á flestum stöðum var vel haldið utan um starfsmannamál, skattskil og brunavarnir.

Góður vilji bjargar ekki leikskólamálunum

Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í dag pistil um biðlista borgarinnar eftir leikskólaplássi. Sonur hennar bíður nú eftir plássi og ef fer sem horfir kemst hann ekki inn fyrr en ári of seint miðað við upplýsingar á vef borgarinnar. 

Börn vistuð í allt að sex daga í fanga­geymslu í Flata­hrauni

Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu.

Sjá meira