Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 7. mars 2025 12:16 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent Ásthildi Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún óskar eftir tafarlausri lausn svo loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Vísir/Einar/Vilhelm Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns barna sem sent var þann 5. mars til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir þá alvarlegu staðreynd að stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar sem hún segir varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu. Hún segir í bréfinu að réttar og fullnægjandi upplýsingar af hálfu stjórnvalda séu forsenda þess að umboðsmaður barna og aðrir eftirlitsaðilar geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum. Hámarksvistunartími mun lengri en áður hefur komið fram Í bréfinu segir að ítrekað hafi komið fram opinberlega og í samskiptum umboðsmanns barna við mennta- og barnamálaráðuneytið og við Barna- og fjölskyldustofu að úrræðið sé í lítilli notkun og að börn hafi ekki dvalið þar lengur en í tvo sólarhringa. Þá kemur einnig fram að umboðsmanni barna hafi borist erindi frá foreldrum barna sem hafa verið vistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni mun lengur en upplýsingar stjórnvalda gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu sem sendar voru umboðsmanni barna hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti frá því að úrræðið var tekið í notkun og að vistun hafi varað í allt að sex daga í senn. Þar sagði einnig að börn allt niður í 12 ára hafi verið vistuð í úrræðinu. Lögreglustöðin í Flatahrauni hefur vistað börn í allt að sex daga. Yngsta barnið sem vistað hefur verið þar er tólf ára.Vísir/Vilhelm Þá óskaði umboðsmaður barna eftir afriti af starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins. Í starfsleyfinu og í eftirlitsskýrslu heilbrigðisnefndar frá 31. október 2024 kemur fram að hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar. Í bréfinu gerir umboðsmaður barna því alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina þar sem að þessar upplýsingar bendi eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir því frá upphafi að hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og hefur ítrekað komið fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðuneyti. Opinber gögn staðfesti að börn hafi verið vistuð þar í sex sólarhringa. SÞ Stangast á við Barnasáttmálann Bendir umboðsmaður barna einnig á ákvæði 37. gr. Barnasáttmálans sem tryggja á lágmarksréttindi barna sem svipt eru frelsi sínu. Í Barnasáttmálanum segir um börn í haldi: „Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína.“ Fangageymsla óásættanlegt úrræði fyrir börn í viðkvæmri stöðu Þá segir einnig í bréfinu að umboðsmaður barna hafi um árabil bent á að vistun barna í fangaklefum sé með öllu óásættanleg. Það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að börn væru ekki vistuð í fangaklefum heldur á meðferðarstofnun, óháð ástæðu frelsisviftingar. Skortur á úrræðum geti ekki réttlætt vistun í fangaklefum. Umboðsmaður barna segir í lok bréfs að það sé litið alvarlegum augum að Barna- og fjölskyldustofa skuli nú reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu. Þá er gerð ósk um að mennta- og barnamálaráðuneytið upplýsi embætti umboðsmanns barna tafarlaust um þær ráðstafanir sem gripið verði til svo að loka megi þessu úrræði fyrir börn. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Réttindi barna Hafnarfjörður Fangelsismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns barna sem sent var þann 5. mars til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir þá alvarlegu staðreynd að stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar sem hún segir varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu. Hún segir í bréfinu að réttar og fullnægjandi upplýsingar af hálfu stjórnvalda séu forsenda þess að umboðsmaður barna og aðrir eftirlitsaðilar geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum. Hámarksvistunartími mun lengri en áður hefur komið fram Í bréfinu segir að ítrekað hafi komið fram opinberlega og í samskiptum umboðsmanns barna við mennta- og barnamálaráðuneytið og við Barna- og fjölskyldustofu að úrræðið sé í lítilli notkun og að börn hafi ekki dvalið þar lengur en í tvo sólarhringa. Þá kemur einnig fram að umboðsmanni barna hafi borist erindi frá foreldrum barna sem hafa verið vistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni mun lengur en upplýsingar stjórnvalda gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu sem sendar voru umboðsmanni barna hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti frá því að úrræðið var tekið í notkun og að vistun hafi varað í allt að sex daga í senn. Þar sagði einnig að börn allt niður í 12 ára hafi verið vistuð í úrræðinu. Lögreglustöðin í Flatahrauni hefur vistað börn í allt að sex daga. Yngsta barnið sem vistað hefur verið þar er tólf ára.Vísir/Vilhelm Þá óskaði umboðsmaður barna eftir afriti af starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins. Í starfsleyfinu og í eftirlitsskýrslu heilbrigðisnefndar frá 31. október 2024 kemur fram að hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar. Í bréfinu gerir umboðsmaður barna því alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina þar sem að þessar upplýsingar bendi eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir því frá upphafi að hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og hefur ítrekað komið fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðuneyti. Opinber gögn staðfesti að börn hafi verið vistuð þar í sex sólarhringa. SÞ Stangast á við Barnasáttmálann Bendir umboðsmaður barna einnig á ákvæði 37. gr. Barnasáttmálans sem tryggja á lágmarksréttindi barna sem svipt eru frelsi sínu. Í Barnasáttmálanum segir um börn í haldi: „Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína.“ Fangageymsla óásættanlegt úrræði fyrir börn í viðkvæmri stöðu Þá segir einnig í bréfinu að umboðsmaður barna hafi um árabil bent á að vistun barna í fangaklefum sé með öllu óásættanleg. Það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að börn væru ekki vistuð í fangaklefum heldur á meðferðarstofnun, óháð ástæðu frelsisviftingar. Skortur á úrræðum geti ekki réttlætt vistun í fangaklefum. Umboðsmaður barna segir í lok bréfs að það sé litið alvarlegum augum að Barna- og fjölskyldustofa skuli nú reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu. Þá er gerð ósk um að mennta- og barnamálaráðuneytið upplýsi embætti umboðsmanns barna tafarlaust um þær ráðstafanir sem gripið verði til svo að loka megi þessu úrræði fyrir börn.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Réttindi barna Hafnarfjörður Fangelsismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira