Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 7. mars 2025 12:16 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent Ásthildi Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún óskar eftir tafarlausri lausn svo loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Vísir/Einar/Vilhelm Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns barna sem sent var þann 5. mars til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir þá alvarlegu staðreynd að stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar sem hún segir varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu. Hún segir í bréfinu að réttar og fullnægjandi upplýsingar af hálfu stjórnvalda séu forsenda þess að umboðsmaður barna og aðrir eftirlitsaðilar geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum. Hámarksvistunartími mun lengri en áður hefur komið fram Í bréfinu segir að ítrekað hafi komið fram opinberlega og í samskiptum umboðsmanns barna við mennta- og barnamálaráðuneytið og við Barna- og fjölskyldustofu að úrræðið sé í lítilli notkun og að börn hafi ekki dvalið þar lengur en í tvo sólarhringa. Þá kemur einnig fram að umboðsmanni barna hafi borist erindi frá foreldrum barna sem hafa verið vistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni mun lengur en upplýsingar stjórnvalda gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu sem sendar voru umboðsmanni barna hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti frá því að úrræðið var tekið í notkun og að vistun hafi varað í allt að sex daga í senn. Þar sagði einnig að börn allt niður í 12 ára hafi verið vistuð í úrræðinu. Lögreglustöðin í Flatahrauni hefur vistað börn í allt að sex daga. Yngsta barnið sem vistað hefur verið þar er tólf ára.Vísir/Vilhelm Þá óskaði umboðsmaður barna eftir afriti af starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins. Í starfsleyfinu og í eftirlitsskýrslu heilbrigðisnefndar frá 31. október 2024 kemur fram að hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar. Í bréfinu gerir umboðsmaður barna því alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina þar sem að þessar upplýsingar bendi eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir því frá upphafi að hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og hefur ítrekað komið fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðuneyti. Opinber gögn staðfesti að börn hafi verið vistuð þar í sex sólarhringa. SÞ Stangast á við Barnasáttmálann Bendir umboðsmaður barna einnig á ákvæði 37. gr. Barnasáttmálans sem tryggja á lágmarksréttindi barna sem svipt eru frelsi sínu. Í Barnasáttmálanum segir um börn í haldi: „Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína.“ Fangageymsla óásættanlegt úrræði fyrir börn í viðkvæmri stöðu Þá segir einnig í bréfinu að umboðsmaður barna hafi um árabil bent á að vistun barna í fangaklefum sé með öllu óásættanleg. Það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að börn væru ekki vistuð í fangaklefum heldur á meðferðarstofnun, óháð ástæðu frelsisviftingar. Skortur á úrræðum geti ekki réttlætt vistun í fangaklefum. Umboðsmaður barna segir í lok bréfs að það sé litið alvarlegum augum að Barna- og fjölskyldustofa skuli nú reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu. Þá er gerð ósk um að mennta- og barnamálaráðuneytið upplýsi embætti umboðsmanns barna tafarlaust um þær ráðstafanir sem gripið verði til svo að loka megi þessu úrræði fyrir börn. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Réttindi barna Hafnarfjörður Fangelsismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns barna sem sent var þann 5. mars til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir þá alvarlegu staðreynd að stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar sem hún segir varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu. Hún segir í bréfinu að réttar og fullnægjandi upplýsingar af hálfu stjórnvalda séu forsenda þess að umboðsmaður barna og aðrir eftirlitsaðilar geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum. Hámarksvistunartími mun lengri en áður hefur komið fram Í bréfinu segir að ítrekað hafi komið fram opinberlega og í samskiptum umboðsmanns barna við mennta- og barnamálaráðuneytið og við Barna- og fjölskyldustofu að úrræðið sé í lítilli notkun og að börn hafi ekki dvalið þar lengur en í tvo sólarhringa. Þá kemur einnig fram að umboðsmanni barna hafi borist erindi frá foreldrum barna sem hafa verið vistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni mun lengur en upplýsingar stjórnvalda gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu sem sendar voru umboðsmanni barna hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti frá því að úrræðið var tekið í notkun og að vistun hafi varað í allt að sex daga í senn. Þar sagði einnig að börn allt niður í 12 ára hafi verið vistuð í úrræðinu. Lögreglustöðin í Flatahrauni hefur vistað börn í allt að sex daga. Yngsta barnið sem vistað hefur verið þar er tólf ára.Vísir/Vilhelm Þá óskaði umboðsmaður barna eftir afriti af starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins. Í starfsleyfinu og í eftirlitsskýrslu heilbrigðisnefndar frá 31. október 2024 kemur fram að hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar. Í bréfinu gerir umboðsmaður barna því alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina þar sem að þessar upplýsingar bendi eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir því frá upphafi að hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og hefur ítrekað komið fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðuneyti. Opinber gögn staðfesti að börn hafi verið vistuð þar í sex sólarhringa. SÞ Stangast á við Barnasáttmálann Bendir umboðsmaður barna einnig á ákvæði 37. gr. Barnasáttmálans sem tryggja á lágmarksréttindi barna sem svipt eru frelsi sínu. Í Barnasáttmálanum segir um börn í haldi: „Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína.“ Fangageymsla óásættanlegt úrræði fyrir börn í viðkvæmri stöðu Þá segir einnig í bréfinu að umboðsmaður barna hafi um árabil bent á að vistun barna í fangaklefum sé með öllu óásættanleg. Það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að börn væru ekki vistuð í fangaklefum heldur á meðferðarstofnun, óháð ástæðu frelsisviftingar. Skortur á úrræðum geti ekki réttlætt vistun í fangaklefum. Umboðsmaður barna segir í lok bréfs að það sé litið alvarlegum augum að Barna- og fjölskyldustofa skuli nú reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu. Þá er gerð ósk um að mennta- og barnamálaráðuneytið upplýsi embætti umboðsmanns barna tafarlaust um þær ráðstafanir sem gripið verði til svo að loka megi þessu úrræði fyrir börn.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Réttindi barna Hafnarfjörður Fangelsismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira