Borgin leggur bílstjórum línurnar Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um sérákvæði um umferð, þess efnis að þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði, skuli ökutækjum lagt innan afmörkunar. Með því er Bílastæðasjóði veitt heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. 24.9.2025 16:55
Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Stúdentafélag Háskólans á Akureyri leggst einróma gegn fyrirhugaðri sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. 24.9.2025 16:11
Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi við gatnamót Sundagarða og Vatnagarða í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. 24.9.2025 15:14
Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október næstkomandi, á grundvelli almannahagsmuna. Þá mun hann hafa mátt dúsa í varðhaldi í tíu vikur. 24.9.2025 12:10
Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla, eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort maðurinn hafi haft samræði við drenginn. 19.9.2025 16:13
Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Fimm forstöðumenn á Sólheimum hafa lýst yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann þeirra og stjórn. 19.9.2025 15:03
Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. 19.9.2025 14:08
Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. 19.9.2025 12:05
Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Samgöngustofa hefur svipt 120 báta og skip haffærisskírteini vegna ófullnægjandi frágangs gúmmíbjörgunarbáta. Sami þjónustuaðili skoðaði bátana og hann hefur skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu. Hann mun greiða fyrir endurskoðun allra bátanna og útgerðir sitja því ekki uppi með kostnað af slíku. 19.9.2025 10:33
Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem hann framdi á Akureyri í fyrra, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann stakk mann ítrekað og ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur taldi ásetning hans til manndráps ekki sannaðan. 18.9.2025 15:41