„Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24.1.2025 16:54
Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. 24.1.2025 16:48
Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri jepplings og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun. Jepplingurinn, nánar tiltekið Suzuki Jimny, valt inn á byggingarsvæði eftir áreksturinn. 24.1.2025 15:08
Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Anna Sigrún Baldursdóttir, Anna Rut Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Finnsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. 24.1.2025 14:22
Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law en þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil. 24.1.2025 12:19
Vatnsbúskapurinn fer batnandi Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta endurkaupum raforku af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Ástæðan er sú að vatnsbúskapur Landsvirkjunar hefur batnað. 24.1.2025 11:53
Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum. 24.1.2025 11:10
Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23.1.2025 16:48
Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla hafði fylgst með öðrum þeirra um nokkurt skeið áður en hún fann tæp sjö kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni í íbúð sem mennirnir höfðu til umráða. 23.1.2025 15:51
Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23.1.2025 14:09
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent