Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gjör­breytt Langa­hlíð fyrir milljarð

Samhliða umfangsmiklum veituframkvæmdum í Lönguhlíð í Reykjavík fær gatan nýtt útlit. Miðeyjan hverfur og sérstakir hjólastígar verða beggja vegna götunnar. Gangstéttir verða næst lóðamörkum en hjólastígarnir verða einstefnustígar upp við gangstéttarnar. Heildarkostnaður framkvæmdanna nemur ríflega milljarði króna.

Hálfum milljarði ó­dýrara að keyra vinnsluna á olíu

Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum áætla að eftir verðskrárbreytingar og lagningu nýrra rafstrengja myndi kosta allt að hálfum milljarði króna meira á ári að keyra vinnslu félagsins á rafmagni frekar en olíu.

Samfylkingarmönnum í Reykja­vík fjölgað um 72 prósent

Frá því að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík hóf formlegan undirbúning fyrir prófkjör flokksins á morgun, um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur skráðum félögum flokksins í Reykjavík fjölgað um 72 prósent.  

Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ár­mann

Kvika banki hefur ráðið Önnu Rut Ágústsdóttur í starf aðstoðarforstjóra bankans. Anna Rut mun sinna starfinu samhliða hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri rekstrar- og þróunarsviðs bankans og þannig styðja við áframhaldandi stjórnun og framkvæmd stefnumarkandi verkefna bankans.

Við­reisn býður fram undir merkjum Sam­fylkingar

Á fjölmennum fundi í vallarhúsi Gróttu á Seltjarnarnesi var tekin ákvörðun um að Samfylkingin bjóði fram í samstarfi við Viðreisn og óflokksbundna Seltirninga undir merkjum Samfylkingar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir

Ion Panaghiu hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga konu eftir jólaboð í herbergi konunnar á gistiheimili í Kópavogi. Í kjölfar nauðgunarinnar sendi hann konunni fjölda skilaboða, þar sem hann kallaði hana meðal annars elskuna sína og eiginkonu sína, og reyndi að færa henni blómvönd.

Taldi sig mega birta nektar­myndir af fyrr­verandi en dómarinn hélt ekki

Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Hann gekkst við því að hafa birt nektarmyndir af henni á netinu eftir að hótað að gera það. Hann bar fyrir sig að hann hefði ýmist tekið myndirnar eða hún sent honum þær og því hefði hann mátt birta þær opinberlega. Dómari féllst ekki á þann málatilbúnað en sýknaði manninn hins vegar af broti í nánu sambandi, þar sem samband þeirra var ekki talið slíkt.

Sjá meira