Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sam­eina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðar­línunnar

Ákveðið hefur verið að sameina Farice ehf., Öryggisfjarskipti ehf. og tæknihluta Neyðarlínunnar ohf. Félögin þrjú sem öll eru í eigu ríkisins, sinna hvert um sig lykilhlutverkum í rekstri alþjóðlegra og innlendra fjarskipta, neyðarsamskipta, öryggiskerfa og þjónustu við almenning, viðbragðsaðila og viðskiptavini.

„Ég verð að segja að ég er svo­lítið hlessa“

„Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa. Ég er ánægður með að þeir hafi verið dæmdir ólöglegir þessir skilmálar en ósáttur við það að ekkert tjón hafi hlotist af skilmálunum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Landsbankinn var í dag sýknaður af öllum kröfum neytenda í tveimur síðustu vaxtamálunum svokölluðu.

Lands­bankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum

Hæstiréttur hefur sýknað Landsbankann af öllum kröfum í tveimur málum sem neytendur höfðuðu á hendur bankanum vegna tiltekinna skilmála í lánasamningum. Hæstiréttur taldi skilmálana ólögmæta en að neytendur hefðu ekki orðið fyrir tjóni. „Í fljótu bragði er ég ósammála þessu,“ segir formaður Neytendasamtakanna.

Verð­bólga eykst veru­lega

Verðbólga mælist nú 4,5 prósent, miðað við 3,7 prósent í nóvember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 665,8 stig og hækkar um 1,15 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 531,0 stig og hækkar um 1,45 prósent frá nóvember 2025. Greiningardeildir Landsbankans og Arion banka höfðu spáð 3,9 prósenta verðbólgu.

Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild

Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess.

Eyða ó­vissu á lána­markaði strax á mánu­dag

Hæstiréttur mun kveða upp seinni tvo dómana í Vaxtamálinu svokallaða á mánudag. Rétturinn hefur frest til annars vegar gamlársdags og hins vegar 5. janúar til þess að kveða upp dóma í málunum tveimur.

Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einka­rekinna fjöl­miðla

Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn.

Logi kynnti að­gerðir í þágu fjöl­miðla

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnir tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á blaðamannafundi klukkan 14. Fylgjast má með kynningu hans í beinni útsendingu á Vísi.

Sjá meira