Flytja Emmessís í Grafarvog Á dögunum var tekin skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Emmessís við Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík. Húsið verður 3.400 fermetrar að stærð og hýsir framleiðslu, dreifingu, vöruhús og skrifstofur. Samhliða mun fyrirtækið ráðast í umfangsmikla endurnýjun á framleiðslu -og frystibúnaði sínum. 3.9.2025 12:11
Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3.9.2025 11:49
Fækka eftirlitsaðilum verulega Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. 2.9.2025 16:42
Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2.9.2025 15:54
Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Hjónin Jakob Valgeir Flosason og Björg Hildur Daðadóttir hafa keypt tvo bræður Jakobs Valgeirs út úr útgerðarfélaginu Jakobi Valgeiri ehf. Þeir áttu 25 prósent í félaginu á móti hjónunum. 2.9.2025 14:55
Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum. 2.9.2025 13:25
Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Flugfélagið Play gerir alvarlegar athugasemdir við orð sem formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna lét falla um félagið í morgun. Ekki sé hægt að túlka þau öðruvísi en sem rangfærslur og dylgjur í garð Play. 2.9.2025 12:36
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna spáir því að rekstur flugfélagsins Play hér á landi sé feigur. Fjárfestar hafi verið lokkaðir að stofnun félagsins, meðal annars á þeim forsendum að til stæði að stunda félagslegt undirboð. 2.9.2025 11:45
„Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1.9.2025 17:07
Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 hefur verið ógilt. Húsið hýsti um árabil réttingarverkstæði þangað til að það brann árið 2016 í kjölfar íkveikju. 1.9.2025 15:44