Pétur Jökull handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er hvergi að finna á vef Interpol lengur. 28.2.2024 14:26
Fundar með samninganefnd um mögulega verkfallsboðun Samninganefnd Eflingar mun funda í kvöld í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins opnuðu á viðræður um launaliðinn við aðra en láglaunafólk. Formaður Eflingar segir vel koma til greina að boðað verði til verkfallsaðgerða. 28.2.2024 12:17
Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. 28.2.2024 11:30
Gaslykt í Reykjanesbæ vegna blöndu frá hrauninu og virkjuninni Umhverfisstofnun hafa borist ábendingar um sterka gaslykt í Reykjanesbæ undanfarna daga. Fólk hafi jafnvel fundið fyrir einkennum á borð við sviða í hálsi og höfuðverk. 28.2.2024 10:13
Tíðinda af hugsanlegri sölu miðla að vænta á vormánuðum Rekstrarhagnaður samstæðu Sýnar nam 3.544 milljónum króna árið 2023. Að teknu tilliti þriggja milljarða króna sölu á stofnneti félagsins og tiltekinna einskiptisliða og afskrifta tengdum rekstrarhagræðingu nam rekstrarhagnaður 1.945 milljónum króna. 27.2.2024 17:09
Heitavatnslaust og sundlauginni lokað Lokað var fyrir heitt vatn á Álftanesi í Garðabæ klukkan 14 í dag vegna bilunar. Sundlauginni á Álftanesi var lokað á sama tíma. 27.2.2024 16:07
Ómar segir skilið við Securitas Ómar Svavarsson hefur komist að samkomulagi við stjórn Securitas um starfslok eftir að hafa gegnt starfi forstjóra frá júlí árið 2017. Hann lætur strax af daglegum störfum en verður félaginu innan handar þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn. 27.2.2024 15:47
Hafa fengið ábendingar um Pétur Jökul Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða. 27.2.2024 12:02
Eins árs fangelsi fyrir að flytja inn lítra af amfetamíni Kona hefur verið dæmd til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn rúman lítra af amfetamínbasa frá Póllandi. 26.2.2024 17:01
Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. 26.2.2024 16:12
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið