Tíðinda af hugsanlegri sölu miðla að vænta á vormánuðum Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2024 17:09 Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar. Rekstrarhagnaður samstæðu Sýnar nam 3.544 milljónum króna árið 2023. Að teknu tilliti þriggja milljarða króna sölu á stofnneti félagsins og tiltekinna einskiptisliða og afskrifta tengdum rekstrarhagræðingu nam rekstrarhagnaður 1.945 milljónum króna. Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar segir að ársreikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir árið 2023 hafi verið samþykktur á stjórnarfundi í dag. Rekstrarhagnaður (EBIT) samstæðunnar hafi numið 3.544 milljónum króna árið 2023. Salan hafði mikil áhrif Þar segir að kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar hafi verið samþykkt í lok september og afhending farið fram þann 4. október síðastliðinn. Umsamið kaupverð hafi verið 3.000 milljónir króna og söluhagnaður bókfærður á fjórða ársfjórðungi ársins 2023 að fjárhæð 2.436 milljónum króna. Þann 13. febrúar hafi verið tilkynnt um áhrif tiltekinna einskiptisliða og afskrifta tengdum rekstrarhagræðingu á afkomu ársins 2023, og áhrif þeirra liða hafi numið 837 milljónum króna á afkomu fjórða fjórðungs og ársins 2023. Rekstrarhagnaður ársins 2023 að teknu tilliti til fyrrgreindra einskiptisliða og sölu stofnetsins hafi því numið 1.945 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fjórða ársfjórðungs hafi numið 351 milljón króna að teknu tilliti til fyrrgreindra liða. Hagnaður eftir skatta árið 2023 hafi numið 2.109 milljónum króna samanborið við 888 milljónum fyrir árið 2022. Markmiðið að ná niður kostnaði Í tilkynningunni segir rekstur Já hafi verið tekinn inn í samstæðuna á fjórða ársfjórðungi og ný rekstrareining, Vefmiðlar og útvarp, stofnuð. Þann 14. desember hafi verið tilkynnt að framtíðareignarhald rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps hefði verið tekið til skoðunar. Sú skoðun standi nú yfir og tíðinda sé að vænta á vormánuðum. Áframhaldandi góður gangur hafi verið í auglýsingasölu, hýsingar- og rekstrarlausnum og reikitekjum. Auglýsingatekjur hafi aukist um 13 prósent á árinu. Áherslur ársins 2024 verði að ná kostnaði niður ásamt því að viðhalda kjarnatekjum félagsins. Krefjandi umhverfi „Það er ánægjulegt að taka við Sýn, þar sem starfar öflugt starfsfólk og samfélagslega mikilvæg starfsemi á sér stað. Margir stórir áfangar hafa náðst á síðastliðnu ári en ég kom sjálf til starfa um miðjan janúar á þessu ári. Afhending á stofnneti fór fram á fjórða ársfjórðungi og þá kom starfsfólk Já í hús sem er afar ánægjulegt. Vel hefur gengið að innleiða starfsemi Já inn í rekstrareininguna, Vefmiðla og útvarp. Rekstrarumhverfið er krefjandi og má hér nefna m.a. baráttuna við háa verðbólgu sem hefur óneitanlega áhrif á rekstur Sýnar. Við munum á rekstrarárinu 2024 leggja ríka áherslu á að létta á skuldum, aðhald í kostnaði ásamt því að viðhalda kjarnatekjum félagsins,“ er haft eftir Herdís Dröfn Fjeldsted í tilkynningu. Þá er haft eftir henni að í kjölfar eignasölu sé eðlilegt að fara yfir innviðaeignir félagsins og afskriftir á þeim muni létta á rekstrinum fram á við. Sú breyting á afskriftarreglum erlendra sýningarrétta sem tilkynnt var um þann 13. febrúar síðastliðinn hafi í för með sér að afskriftum verður hraðað frá því sem verið hefur. Sýn muni leggja áherslu á áframhaldandi öflugan en jafnframt skýrari og skilvirkari rekstur og þessi breyting á sé afskriftum liður í því. Tíðinda að vænta á vormánuðum og horfur ekki gefnar út Haft er eftir Herdísi Dröfn að Vodafone hafi eflt vöruframboð og þjónustu við viðskiptavini til muna á árinu 2023, meðal annars með nýjum vörupökkum og umbreytingu á þjónustu á einstaklingsmarkaði sem hafi skilað sér í aukinni sölu og ánægju viðskiptavina. Hjá Miðlum hafi árið einkennst árið af góðum vexti í auglýsingatekjum og sífellt sé leitað að fleiri tækifærum á þeim vettvangi. Dótturfélagið Endor hafi einnig átt mjög gott ár og starfsemi Endor líti mjög vel út fyrir núverandi rekstrarár. Skuldbinding Sýnar við ábyrgð sé í forgrunni í nýrri stefnu félagsins. Félagið hafi unnið að stefnumörkun á sviði sjálfbærni til að varða veginn framundan. Á síðastliðnum tveimur árum hafi átt sér stað innleiðing á sjálfbærnistaðli sem mun styrkja við innviði félagsins í þá átt. „Í ljósi þess að við erum í stefnumótun með Stöð 2 og framtíðareignarhald á Vefmiðlum og útvarpi er til skoðunar sem og að áhersla verður á kostnaðaraðhald og hagræðingu til skamms tíma verða ekki gefnar út horfur á árinu.“ Sýn Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar segir að ársreikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir árið 2023 hafi verið samþykktur á stjórnarfundi í dag. Rekstrarhagnaður (EBIT) samstæðunnar hafi numið 3.544 milljónum króna árið 2023. Salan hafði mikil áhrif Þar segir að kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar hafi verið samþykkt í lok september og afhending farið fram þann 4. október síðastliðinn. Umsamið kaupverð hafi verið 3.000 milljónir króna og söluhagnaður bókfærður á fjórða ársfjórðungi ársins 2023 að fjárhæð 2.436 milljónum króna. Þann 13. febrúar hafi verið tilkynnt um áhrif tiltekinna einskiptisliða og afskrifta tengdum rekstrarhagræðingu á afkomu ársins 2023, og áhrif þeirra liða hafi numið 837 milljónum króna á afkomu fjórða fjórðungs og ársins 2023. Rekstrarhagnaður ársins 2023 að teknu tilliti til fyrrgreindra einskiptisliða og sölu stofnetsins hafi því numið 1.945 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fjórða ársfjórðungs hafi numið 351 milljón króna að teknu tilliti til fyrrgreindra liða. Hagnaður eftir skatta árið 2023 hafi numið 2.109 milljónum króna samanborið við 888 milljónum fyrir árið 2022. Markmiðið að ná niður kostnaði Í tilkynningunni segir rekstur Já hafi verið tekinn inn í samstæðuna á fjórða ársfjórðungi og ný rekstrareining, Vefmiðlar og útvarp, stofnuð. Þann 14. desember hafi verið tilkynnt að framtíðareignarhald rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps hefði verið tekið til skoðunar. Sú skoðun standi nú yfir og tíðinda sé að vænta á vormánuðum. Áframhaldandi góður gangur hafi verið í auglýsingasölu, hýsingar- og rekstrarlausnum og reikitekjum. Auglýsingatekjur hafi aukist um 13 prósent á árinu. Áherslur ársins 2024 verði að ná kostnaði niður ásamt því að viðhalda kjarnatekjum félagsins. Krefjandi umhverfi „Það er ánægjulegt að taka við Sýn, þar sem starfar öflugt starfsfólk og samfélagslega mikilvæg starfsemi á sér stað. Margir stórir áfangar hafa náðst á síðastliðnu ári en ég kom sjálf til starfa um miðjan janúar á þessu ári. Afhending á stofnneti fór fram á fjórða ársfjórðungi og þá kom starfsfólk Já í hús sem er afar ánægjulegt. Vel hefur gengið að innleiða starfsemi Já inn í rekstrareininguna, Vefmiðla og útvarp. Rekstrarumhverfið er krefjandi og má hér nefna m.a. baráttuna við háa verðbólgu sem hefur óneitanlega áhrif á rekstur Sýnar. Við munum á rekstrarárinu 2024 leggja ríka áherslu á að létta á skuldum, aðhald í kostnaði ásamt því að viðhalda kjarnatekjum félagsins,“ er haft eftir Herdís Dröfn Fjeldsted í tilkynningu. Þá er haft eftir henni að í kjölfar eignasölu sé eðlilegt að fara yfir innviðaeignir félagsins og afskriftir á þeim muni létta á rekstrinum fram á við. Sú breyting á afskriftarreglum erlendra sýningarrétta sem tilkynnt var um þann 13. febrúar síðastliðinn hafi í för með sér að afskriftum verður hraðað frá því sem verið hefur. Sýn muni leggja áherslu á áframhaldandi öflugan en jafnframt skýrari og skilvirkari rekstur og þessi breyting á sé afskriftum liður í því. Tíðinda að vænta á vormánuðum og horfur ekki gefnar út Haft er eftir Herdísi Dröfn að Vodafone hafi eflt vöruframboð og þjónustu við viðskiptavini til muna á árinu 2023, meðal annars með nýjum vörupökkum og umbreytingu á þjónustu á einstaklingsmarkaði sem hafi skilað sér í aukinni sölu og ánægju viðskiptavina. Hjá Miðlum hafi árið einkennst árið af góðum vexti í auglýsingatekjum og sífellt sé leitað að fleiri tækifærum á þeim vettvangi. Dótturfélagið Endor hafi einnig átt mjög gott ár og starfsemi Endor líti mjög vel út fyrir núverandi rekstrarár. Skuldbinding Sýnar við ábyrgð sé í forgrunni í nýrri stefnu félagsins. Félagið hafi unnið að stefnumörkun á sviði sjálfbærni til að varða veginn framundan. Á síðastliðnum tveimur árum hafi átt sér stað innleiðing á sjálfbærnistaðli sem mun styrkja við innviði félagsins í þá átt. „Í ljósi þess að við erum í stefnumótun með Stöð 2 og framtíðareignarhald á Vefmiðlum og útvarpi er til skoðunar sem og að áhersla verður á kostnaðaraðhald og hagræðingu til skamms tíma verða ekki gefnar út horfur á árinu.“
Sýn Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira