Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. 13.12.2023 13:10
Lífeyrissjóðum ekki heimilt að fella niður vexti Grindvíkinga Niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi lífeyrissjóð vegna sjóðfélagalána í Grindavík, er afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. 13.12.2023 11:08
Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. 13.12.2023 10:25
„Þokkaleg“ næturvakt þar til að dót var sett á helluborð Næturvakt Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafði verið „þokkaleg“ þar til að tilkynning um eld í íbúð í Breiðholti barst um klukkan 06 í morgun. 13.12.2023 09:04
Rafmagni sló út í öllum Suðurnesjabæ Rafmagni sló út í öllum Suðurnesjabæ um klukkan 07:30 í morgun. Rafmagn er nú komið á aftur. 13.12.2023 08:18
Flugumferðarstjórar sagðir fara fram á fjórðungshækkun Kröfur Félags flugumferðarstjóra í yfirstandandi kjaradeilu við Isavia og Samtök atvinnulífsins eru sagðar fela í sér launahækkun upp á 25 prósent. Það gerir um 350 þúsund króna hækkun ef miðað er við meðallaun flugumferðarstjóra. 13.12.2023 07:57
Hefur „efnahagslega raflostmeðferð“ á því að helminga virði pesósins Ný ríkisstjórn Argentínu hefur tilkynnt að hún muni ríflega helminga virði argentíska pesósins gagnvart Bandaríkjadal. Þetta er fyrsta skrefið í „efnhagslegri raflostmeðferð“ sem Javier Milei, nýr forseti landsins, hefur boðað. 13.12.2023 07:23
Flatey færir út kvíarnar og kaupir ísbúðir Nú um mánaðarmótin tók félagið á bakvið Flatey pitsastaðina við rekstri ísbúða Gaeta Gelato, en Gaeta framleiðir ítalskan gelató-ís frá grunni úr hráefni frá Ítalíu og íslenskri mjólk. 7.12.2023 17:09
Rauk í burtu en skildi eftir veskið og typpateikningu í snjónum Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Edda Björk Arnardóttir, sem þá stóð til að afhenda norskum yfirvöldum, sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Í úrskurði Landsréttar er vakin athygli á því að Edda Björk hafi vanrækt tilkynningarskyldu þegar hún sætti farbanni. Þá beið typpamynd í snjó lögreglu við eina húsleit. 7.12.2023 17:02
Nú má heita Strympa Mannanafnanefnd hefur birt fjölda úrskurða um mannanöfn sem kveðnir voru upp í gær. Meðal nafna sem voru samþykkt eru Strympa, Doddi og Íviðja. Kvenmannsnöfnunum Talia og Leah var hins vegar hafnað. 7.12.2023 15:17