Lífeyrissjóðum ekki heimilt að fella niður vexti Grindvíkinga Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 11:08 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi lífeyrissjóð vegna sjóðfélagalána í Grindavík, er afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi segir að sjóðnum sé heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi er bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Lánamál Grindvíkinga hafa mikið verið í umræðunni frá því að þeim var gert að rýma bæinn þann 11. nóvember síðastliðinn. Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu ellefu dögum seinna að þeir hefðu, í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Ekki orðið við kröfum háværra mótmælenda Háværar kröfur hafa verið gerðar um að lífeyrissjóðir geri slíkt hið sama en stjórendur þeirra hafa sagt lagalega óvissu uppi um það hvort þeim sé það heimilt. Kröfurnar náðu hámæli þegar verkalýðsforingjar í Grindavík ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og fleiri verkalýðsforkólfum, stóðu fyrir háværum mótmælum í höfuðstöðvum Gildis. Nú liggur fyrir ákvörðun Gildis um að fella ekki niður vexti og verðbætur lána Grindvíkinga með almennum hætti. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin af stjórn Gildis, meðal annars á grundvelli álitsgerðar LEX. Frestun hafi lítil sem engin áhrif á afborganir Gildi muni meta stöðu einstakra lántakenda sjóðsins frá Grindavík og skoða sérstaklega hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem höllum fæti standa út frá greiðslugetu og veðstöðu. Staðan á svæðinu sé enn um margt óljós og erfitt er að meta hvenær til slíkra aðgerða kemur. „Minnt er á að sjóðurinn hefur þegar veitt lántakendum sex mánaða greiðsluskjól. Í því felst að gjalddögum er einfaldlega frestað þannig að lánið lengist um allt að sex mánuði. Frestunin hefur þar með nánast engin áhrif á mánaðarlegar greiðslur eftir að frystingu lýkur.“ Lífeyrissjóðir Grindavík Tengdar fréttir „Hefur löngum heitið Moggalygi“ Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ 5. desember 2023 10:53 Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00 Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis frá Gildi segir að sjóðnum sé heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi er bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Lánamál Grindvíkinga hafa mikið verið í umræðunni frá því að þeim var gert að rýma bæinn þann 11. nóvember síðastliðinn. Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu ellefu dögum seinna að þeir hefðu, í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Ekki orðið við kröfum háværra mótmælenda Háværar kröfur hafa verið gerðar um að lífeyrissjóðir geri slíkt hið sama en stjórendur þeirra hafa sagt lagalega óvissu uppi um það hvort þeim sé það heimilt. Kröfurnar náðu hámæli þegar verkalýðsforingjar í Grindavík ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og fleiri verkalýðsforkólfum, stóðu fyrir háværum mótmælum í höfuðstöðvum Gildis. Nú liggur fyrir ákvörðun Gildis um að fella ekki niður vexti og verðbætur lána Grindvíkinga með almennum hætti. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin af stjórn Gildis, meðal annars á grundvelli álitsgerðar LEX. Frestun hafi lítil sem engin áhrif á afborganir Gildi muni meta stöðu einstakra lántakenda sjóðsins frá Grindavík og skoða sérstaklega hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem höllum fæti standa út frá greiðslugetu og veðstöðu. Staðan á svæðinu sé enn um margt óljós og erfitt er að meta hvenær til slíkra aðgerða kemur. „Minnt er á að sjóðurinn hefur þegar veitt lántakendum sex mánaða greiðsluskjól. Í því felst að gjalddögum er einfaldlega frestað þannig að lánið lengist um allt að sex mánuði. Frestunin hefur þar með nánast engin áhrif á mánaðarlegar greiðslur eftir að frystingu lýkur.“
Lífeyrissjóðir Grindavík Tengdar fréttir „Hefur löngum heitið Moggalygi“ Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ 5. desember 2023 10:53 Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00 Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
„Hefur löngum heitið Moggalygi“ Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ 5. desember 2023 10:53
Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00
Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52