Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28.11.2023 22:57
Tekjur jukust mikið en tapið áfram gríðarlegt Heildarsölutekjur Alvotech fyrstu níu mánuði ársins jukust í 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Félagið tapaði þó 275,2 milljónum dollara, samanborið við 193,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. 28.11.2023 22:46
Landsbankinn selur hlutinn í Keahótelum sem tekinn var upp í skuldir Landsbankinn hefur auglýst 35 prósent hlut sinn í Keahótelum ehf. til sölu. Bankinn eignaðist hlutinn eftir endurskipulagningu félagsins sem fól í sér að skuldum við bankann var breytt í hlutafé. 28.11.2023 21:25
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28.11.2023 20:18
Breytt afkomuspá vegna jarðhræringa: Hlutir hafi verið teknir úr samhengi Flugfélagið Play hefur tilkynnt að afkomuspá fyrir árið eigi ekki lengur við. Jarðhræringar á Reykjanesskaga og áhrif þeirra á eftirspurn til skemmri tíma orsaki það. 28.11.2023 18:50
Toppur Keilis hreyfst og varasamar sprungur myndast Lögreglan á Suðurnesjum segir varasamt að ganga á Reykjanesskaganum eftir jarðhræringar á svæðinu. Sprungur hafi myndast víða og toppur Keilis hafi færst til. 28.11.2023 18:36
Maður í dulargervi hafi fylgst náið með börnum við skóla Íbúi í Norðlingaholti í Reykjavík tilkynnti stjórnendum Norðlingaskóla um grunsamlegar mannaferðir við húsnæði skólans. Maður klæddur ljósri hárkollu er sagður hafa fylgst grannt með ferðum nemenda. 28.11.2023 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu og telur bótaskyldu fyrir hendi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjáum myndir af lögninni. 28.11.2023 18:00
ChangeGroup leysir Arion banka af hólmi Alþjóðlega fyrirtækið ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum. 28.11.2023 17:15
Ákæra mann sem grunaður er um alvarlega árás gegn fyrrverandi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sem grunaður er um stórfellda líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni í ágúst síðastliðnum. 27.11.2023 22:25