Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Sigtryggur Magnason, sem var um árabil aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannessonar í hinum ýmsu ráðuneytum, hefur verið ráðinn forstöðumaður miðlunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. 8.5.2025 06:27
Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Samskipa um ógildingu sáttar Eimskips við eftirlitið. Meðal þess sem sáttin mælir fyrir um er bann á viðskipti milli Eimskips og Samskipa. Hæstiréttur bendir á að sýknan komi ekki í veg fyrir að Samskip leiti réttar síns vegna mögulegra brota Eimskips á samkeppnislögum. 7.5.2025 16:34
Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Gæsluvarðhaldið yfir konu um þrítugt vegna rannsóknar á andláti föður hennar hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 3. júní. 7.5.2025 15:49
Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Engar eignir fundust í búi GBN-2024 ehf., sem var í eigu Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er í daglegu tali kallaður Gummi kíró. 7.5.2025 11:04
Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Alvotech áætlar að mögulegir tollar á innflutning lyfja til Bandaríkjanna hefðu hverfandi áhrif á tekjur félagsins af sölu lyfja á árinu. 7.5.2025 10:10
Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands lýsir yfir stuðningi og samstöðu með starfsfólki samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs í kjölfar þess að frambjóðandi til forseta ÍSÍ bar samskiptaráðgjafann þungum sökum í vikunni. Hann er sagður ráðast harkalega með ofbeldi og hótunum að fagmennsku, heiðri og mannorði einstaklings sem sinnir hlutverki samskiptaráðgjafa. 2.5.2025 15:08
Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Mannréttindadómstóll Evrópu hefur til skoðunar að taka einn anga Vatnsendamálsins fyrir. Dómstóllinn beinir heldur hvössum spurningum til íslenska ríkisins hvað varðar málsmeðferð málsins í Hæstarétti. 2.5.2025 13:46
Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gefur lítið fyrir nýjan ársreikning Reykjavíkurborgar, sem sýnir fram á 4,7 milljarða króna afgang af rekstri samstæðu borgarinnar. 2.5.2025 11:55
Tæplega tíu milljarða viðsnúningur A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði 4,7 milljarða króna afgangi í fyrra, sem er 9,7 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var jákvæð um 10,7 milljarða króna, sem er 14,1 milljarði betri niðurstaða en árið áður. 2.5.2025 11:43
Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 á blaðamannafundi klukkan 11:30. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi. 2.5.2025 11:25