Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. 5.12.2025 16:21
Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. 5.12.2025 15:30
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5.12.2025 11:42
Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Skólasamfélaginu er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að endurnýja ekki skipun Ársæls Guðmundssonar í embætti skólameistara Borgarholtsskóla. 4.12.2025 16:54
Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Í ljósi boðaðra umfangsmikillla breytinga á framhaldsskólastiginu taldi mennta- og barnamálaráðuneytið rétt að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. Tekið var fram á fundi með Ársæli Guðmundssyni, skólameistara skólans, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara. 4.12.2025 16:12
Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi í morgun þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu yfir óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma, einmitt þegar þeir ætluðu að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Í ljós kom að ráðherrann liggur á sjúkrahúsi og gat því ekki mætt í þingið. Umræður undir liðnum fundarstjórn forseta héldu þó áfram lengi vel og loks spurði forsætisráðherra forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ 4.12.2025 15:19
Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Bæjarráð Hveragerðisbæjar bókaði í morgun yfirlýsingu um gríðarleg vonbrigði yfir nýkynntri samgönguáætlun, þar sem færslu þjóðvegarins, fyrir neðan Hveragerði frá Kömbum að Varmá, hafi verið frestað enn á ný. 4.12.2025 13:22
Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Róbert Ólafsson, eigandi hins sívinsæla Forréttabars á Nýlendugötu í Reykjavík, stefnir á að opna nýtt útibú staðarins á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar þekkir hann ágætlega til, þar sem hann rak þar barinn og veitingastaðinn Brewdog um árabil. Hann segir að staðurinn á Nýlendugötu verði áfram „móðurskipið“. 4.12.2025 11:04
Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Máli Héraðssaksóknara á hendur þremur mönnum, sem grunaðir voru um að hafa kveikt í Teslu-bifreið lögreglumanns, hefur verið vísað frá dómi. Ákært var fyrir eignaspjöll en Héraðssaksóknari fer ekki með ákæruvald í slíkum málum nema með leyfi Ríkissaksóknara. Slíks leyfis var ekki aflað og því átti ákæran ekkert erindi fyrir dómi. Ellefu milljóna króna málskostnaður sakborninga fellur á ríkið vegna málsins. 3.12.2025 16:47
Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. 3.12.2025 14:29