Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22.10.2025 14:56
Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Fangaverði við Fangelsið Litla-Hraun hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa slegið eign sinni á mun í eigu fanga. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. 22.10.2025 11:52
Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, sem veldur því að framleiðsla dregst saman um tvo þriðju, mun hafa áhrif á rekstur Eimskips, enda er Norðurál einn stærsti viðskiptavinur skipafélagsins. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað hressilega frá opnun markaða í dag. 22.10.2025 11:26
Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Metta sport seldi íþróttafatnað fyrir 634 milljónir króna og hagnaðist um 182 milljónir í fyrra. Félagið er í 80 prósenta eigu Péturs Kiernan og 20 prósenta eigu Samúels Ásberg O'Neill, sem báðir eru á þrítugsaldri. 22.10.2025 10:50
Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Eignarhaldsfélagið Aztiq hefur lokið við sölu á lyfjafyrirtækinu Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarfélagsins EQT. Á sama tíma lætur framkvæmdastjóri Alvotech af störfum og færir sig yfir til Adalvo. Stærsti eigandi Alvotech er Aztiq. 22.10.2025 10:18
Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki hefur ákveðið að grunnlán í fasteignakaupum miðast nú við aðeins helming af kaupverði. Restin sem lánað er fyrir flokkast sem viðbótarlán, sem eru oftar en ekki á verri kjörum en grunnlán. 21.10.2025 15:44
Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Samúels Jóa Björgvinssonar og tvíburanna Elíasar og Jónasar Shamsudin. Tvíburarnir hluti tveggja og hálfs árs dóma í Landsrétti fyrir fíkniefnalagabrot og Samúel Jói þriggja ára. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi og krefst allt að sjö ára fangelsis. 21.10.2025 14:59
Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. 21.10.2025 14:12
Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Skiptastjóri þrotabús Magnúsar Þorsteinssonar, sem var meðal þeirra sem keypti Landsbankann fyrir hrun, hefur boðað til skiptafundar þar sem viðbótarúthlutunargerð úr búinu verður rædd. Magnús varð gjaldþrota árið 2009 og skiptum í búi hans lauk árið 2017. 21.10.2025 11:40
Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Peningastefnunefnd Seðlabanka hefur skilað efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skýrslu sinni vegna fyrri hluta ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu. 21.10.2025 09:17