Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30.7.2024 07:42
Fjórtán ára stúlka myrt í Svíþjóð og jafnaldrar hennar í haldi Tvö ungmenni hafa verið handtekin í Landskrona í Svíþjóð í tengslum við andlát fjórtán ára stúlku á dögunum. 25.7.2024 11:12
Lögreglumaður traðkaði á höfði manns Myndskeið sem sýnir breskan lögreglumann sparka í og traðka á höfði manns sem liggur á gólfi flugstöðvarinnar í Manchester á Englandi á þriðjudag er í mikilli dreifingu á netinu. Blásið hefur verið til mótmæla vegna atviksins. 25.7.2024 07:40
Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24.7.2024 12:18
Verðbólga eykst milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2024, er 633,2 stig og hækkar um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ársverðbólga er nú 6,3 prósent og eykst um 0,5 prósentustig milli mánaða. 24.7.2024 09:45
Skákar Trump í skoðanakönnun Kamala Harris mælist með tveggja prósenta forskot á Donald Trump í skoðanakönnun sem framkvæmd var eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann myndi draga framboð sitt til forseta til baka. 24.7.2024 07:53
Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23.7.2024 12:07
Fá hundrað milljónir til að þróa gervigreind Tern Systems hefur hlotið styrk að upphæð 637.000 evrur úr SESAR rannóknar- og nýsköpunarsjóðnum, sem er hluti af Horizon styrkjasjóði Evrópusambandsins. SESAR, Single European Sky ATM Research, verkefnið miðar að því að nútímavæða og samræma flugumferðarstjórnunarkerfi, ATM, um alla Evrópu og er ætlað að takast á við áskoranir sem fylgja aukinni flugumferð, með því að þróa nýstárlega tækni og ferla fyrir skilvirkari og sjálfbærari flugsamgöngur. 22.7.2024 12:19
Styrkás kaupir Kraft Styrkás hf. og Björn Erlingsson hafa undirritað kaupsamning um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti ehf. sem er söluaðili MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Kraftur rekur jafnframt þjónustuverkstæði fyrir MAN bifreiðar að Vagnhöfða í Reykjavík. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits og birgja. 22.7.2024 11:45
Skipa Palestínumönnum að yfirgefa mannúðarsvæði Ísraelsher hefur skipað Palestínumönnum á Muwasi-svæðinu á Suður-Gasa að yfirgefa svæðið, sem hefur verið skilgreint sem svokallað mannúðarsvæði. 22.7.2024 07:27