Víkingur skiptir um hlutverk hjá Öskju Víkingur Grímsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju. Víkingur hefur starfað hjá Öskju frá árinu 2017 og gegndi síðast starfi forstöðumanns viðskiptatengsla, hann hefur átt sæti í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2022. 18.7.2024 13:56
Brunahætta af hleðslubönkum IKEA hefur innkallað hleðslubanka vegna framleiðslugalla sem gerið það að verkum að af bönkunum stafar brunahætta. 18.7.2024 11:47
Þrýstingur á Biden og leiguverð á hraðri uppleið Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka og hátt settir demókratar láta nú í sér heyra. Á sama tíma er Trump á siglingu í könnunum og varaforsetaefni hans ávarpaði landsþing repúblikana í gær við dynjandi lófatak. Fjallað verður um stjórnmálin vestanhafs í hádegisfréttum Bylgjunnar. 18.7.2024 11:39
Einar Hrafn ráðinn markaðsstjóri Einar Hrafn Stefánsson tónlistarmaður hefur verið ráðinn til nýsköpunar- og fjártæknifyrirtækisins Blikk í starf markaðsstjóra. 18.7.2024 10:34
Óvenjulegi tölvupósturinn birtur: Spurði dómarann hvaða starfsmann hann ætti að reka fyrir jólin Ómar Valdimarsson lögmaður hefur verið hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir tölvupósta sem hann sendi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, dómstjóra sama dómstóls og 26 öðrum lögmönnum. Ómar sendi dómaranum bréf þar sem hann kvartaði undan lágri dæmdri málsvarnarþóknun og sagðist þurfa að segja upp starfsmanni vegna hennar. 17.7.2024 14:17
Kórónuveiran, Skaginn og viðbúnaður á Þjóðhátíð Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar virðist í dreifingu segir fagstjóri hjúkrunar. Óvenju margar pestir herja nú á landsmenn. Frá þessu verður greint í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 17.7.2024 11:41
Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16.7.2024 15:38
Fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur hefur fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi yfir manni á sjötugsaldri, sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni á Akureyri í apríl. 16.7.2024 13:54
Annað tilboð borist í Skagann 3X Tvö tilboð hafa nú borist í rekstur og eignir úr þrotabúi Skagans 3X á Akranesi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Helgi Jóhannesson skiptastjóri fundaði með Íslandsbanka í gær varðandi áður komið tilboð. 16.7.2024 13:29
Fjöldi smitaðra af Covid kallar á aðgerðir Talsverð fölgun smitaðra af Covid í samfélaginu og á Landspítala kallar á aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. 16.7.2024 12:51