Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skútur rekur á land í röðum

Þrjár skútur hefur rekið í land við Pollinn á Ísafirði það sem af er degi, eftir að hafa slitnað af legufærum í höfninni. Einni skútunni var komið í tog í morgun og bjargað en of slæmt er í sjóinn eins og er til að bjarga hinum tveimur.

Nýnemaballi fimm skóla frestað

Sameiginlegu nýnemaballi fimm framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað vegna hnífstunguárásarinnar mannskæðu sem framin var á menningarnótt.

Vís­bendingar um að land rísi enn á ný

GPS mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Á sama tíma hefur dregið úr flæði frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Það bendir til þess að innflæði í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi sé meira en flæði úr eldgosinu á yfirborðinu.

Hagnaður í fyrsta sinn í fimm ár

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar miðað við fyrstu sex mánuði ársins er jákvæð í fyrsta sinn frá árinu 2019, eða um 196 milljónir króna, sem er 1,1 milljarði króna betri niðurstaða en á sama tímabili 2023. Rekstrarniðurstaða samstæðu borgarinnar er sömuleiðis jákvæð um 406 milljónir króna, 7,1 milljarði króna betri en á sama tíma í fyrra.

Skúta slitnaði frá bryggju í af­taka­veðri fyrir vestan

Bálhvasst hefur verið á Norðvesturlandi og á Vestfjörðum í morgun og björgunarsveitum á svæðinu hafa borist fjölmargar tilkynningar. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Pollinn.

Allir sam­mála um ó­breytta vexti

Allir meðlimir peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands voru sammála seðlabankastjóra um að halda vöxtum óbreyttum, þegar þeir höfðu þegar staðið í 9,25 prósentum í heilt ár.

Lúx verður að Útópíu

Dyrum skemmtistaðarins Lúx hefur verið læst í síðasta skiptið en handan sömu dyra verður nýi skemmtistaðurinn Útópía opnaður á föstudagskvöld. Opnunartíminn verður með breyttu sniði og aldurstakmarkið hækkað.

Sjá meira