Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

For­maður atvinnuveganefndar á hlut í fé­laginu sem KS keypti

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg.

Úr boltanum í tryggingarnar

Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá VÍS. Hann kemur til félagsins frá KR þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin þrjú ár.

Leiðir dýra út­rás Collab með­fram MBA-námi

Ölgerðin hefur ráðið Ernu Hrund Hermannsdóttur verkefnastýru útflutnings á virknidrykknum Collab og sölustjóra Collab á Norðurlöndunum. Ölgerðin reiknar með því að tapa þrjú hundruð milljónum króna á útflutningi Collab á árinu.

Borgaði klink fyrir Kastalann og ekki krónu fyrir Wok On

Veitinga- og athafnamaðurinn Quang Lé virðist hafa eignast krúnudjásnin í viðskiptaveldi sínu fyrir lánsfé og loforð sem lítil innistaða var fyrir. Þannig eignaðist hann Herkastalann fyrir aðeins sextíu milljóna króna útborgun og Wok On fyrir loforð um greiðslu síðar.

Besta veðrið á­fram á Suð­vestur­landi

Norðlæg átt verður ráðandi í dag, víða gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning á Norður- og Austurlandi og hiti þar fimm til ellefu stig. Bjart verður með köflum suðvestantil, en líkur eru á stöku skúrum síðdegis. Hiti ellefu til sextán stig að deginum.

Alls­gáður en ók niður ljósa­staur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni.

Sjá meira