Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. 3.7.2024 12:55
Ætlaði með allt of ungt barn í ferð og heimtaði endurgreiðslu Ferðaþjónustufyrirtæki hefur lúffað fyrir kaupanda sem fór fram á endurgreiðslu gjalds fyrir fimm ára gamalt barn og föður þess, eftir að barninu var neitað um aðgang að ferð. Aldurstakmark í ferðina var átta ár en barnið var aðeins fimm ára. 3.7.2024 11:33
Ósáttur með sætin og fær milljón endurgreidda Kaupandi pakkaferðar hjá íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina alla endurgreidda þrátt fyrir að hafa afbókað hana með skömmum fyrirvara. Kaupandinn lét ekki bjóða sér venjuleg sæti í flugi og Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa taldi hann mega afpanta vegna þess. 3.7.2024 08:15
Skýjað út vikuna Veðurspá gerir ráð fyrir að vindur halli sér smám saman í norðaustanátt sem muni endast út vikuna. Skýjað verði í flestum landshlutum næstu vikuna, þótt vissulega sjáist til sólar inn á milli. 3.7.2024 07:26
Gefa út afkomuspá eftir allt saman Stjórn Sýnar hefur ákveðið að gefa út afkomuspá fyrir árið 2024 en ákveðið var samhliða útgáfu ársreiknings félagsins í febrúar að gera það ekki. Það var meðal vegna óvissu um framtíðareignarhald vefmiðla og útvarpsstöðva, sem nú hefur verið eytt. Spáin gerir ráð fyrir rekstrarhagnaði upp á um einn milljarð króna. 3.7.2024 07:02
Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. 2.7.2024 12:11
Sagður hafa nauðgað fatlaðri konu og látið son hennar horfa á Karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn andlega fatlaðri konu. Hann er einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syni konunnar og annarri konu. Þau eru bæði andlega fötluð. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa nauðgað konunni og neytt son hennar til þess að fylgjast með. 2.7.2024 11:38
Albert ákærður fyrir kynferðisbrot Ákæra hefur verið gefin út á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot. 2.7.2024 10:21
Karen Ýr ráðin gæðastjóri Karen Ýr Jóelsdóttir hefur tekið við starfi gæðastjóra Ölgerðarinnar og dótturfélaga þess. Hún tekur við starfinu af Guðna Þór Sigurjónssyni, sem nýverið var ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunardeildar félagsins. 2.7.2024 09:58
Blautt en hiti gæti náð nítján stigum Hægur vindur verður í dag og fremur blautt víðast hvar á landinu. Þó verður bjartviðri norðaustantil og hiti gæti farið í nítján stig þar. Annars staðar verður hiti á bilinu níu til þrettán stig. 2.7.2024 08:05