„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19.9.2024 08:02
Sérstakir leikir sama hvað er undir: „Alltaf smá auka fiðringur“ Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið í deildinni en montrétturinn í Kópavogi er einnig undir. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir alltaf auka fiðring og spennu fylgja leikjunum við Breiðablik. 15.9.2024 12:17
„Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15.9.2024 09:59
Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“ Eyjamenn eru með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferð Lengjudeildar karla í fótbolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykjavík gulltryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tímabili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næstefstu deild. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í alvöru leik gegn hættulegu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu. 14.9.2024 12:16
Bein útsending: Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Rallýcrossi Fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins í Rallýcrossi fer fram á akstursíþróttasvæði AÍH í Kapelluhrauni í dag og hefst keppni núna klukkan ellefu. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá keppninni hér neðar í fréttinni. 14.9.2024 10:45
Ákvað að hlusta ekki á slúðursögur sem höfðu þó áhrif Viðar Örn Kjartansson lætur sögusagnir um sig ekkert á sig fá og hefur lagt hart að sér að koma sér í gott leikform. Hann ætlar sér að verða bikarmeistari með KA. 14.9.2024 09:42
Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna „Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. 13.9.2024 14:31
Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13.9.2024 12:31
„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópumót. Greint er frá starfslokum Þóris með góðum fyrirvera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Íslendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leikmenn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur. 13.9.2024 08:01
Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Andrea Stella, liðsstjóri Formúlu 1 liðs McLaren hefur staðfest að liðið muni setja hagsmuni Lando Norris, annars af aðalökumönnum liðsins, fram yfir hagsmuni liðsfélaga hans Oscar Piastri út yfirstandandi tímabil. Er þetta gert til þess að gefa Norris sem mesta möguleika á því að skáka Hollendingnum Max Verstappen í baráttu ökuþóranna um heimsmeistaratitilinn. 12.9.2024 14:32