Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Manchester United, hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við stjórn Manchester United á nýjan leik. 5.1.2026 21:49
Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Harald Reinkind, lykilleikmaður í norska landsliðinu sem og leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins Kiel, mun ekki taka þátt á komandi Evrópumóti vegna meiðsla. 5.1.2026 21:45
Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Nígería hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta með öruggum 4-0 sigri gegn Mósambík í kvöld. 5.1.2026 20:58
Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Knattspyrnudeild Vestra hefur opnað knattspyrnuakademíu í bænum Kebemer í Senegal. Akademían mun heita Vestri/ProKebs og er unnið í samstarfi við Sergine Fall, leikmann Vestra og góðgerðarfélag hans, Nordic Waves. 5.1.2026 20:17
Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Gamli refurinn Martin O´Neill hefur aftur verið ráðinn þjálfari skoska stórliðsins Celtic, nú út tímabilið, eftir að maðurinn sem tók við stjórnartaumunum af honum í desember á síðasta ári entist aðeins þrjátíu og þrjá daga í starfi. 5.1.2026 19:57
Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Landslið Egyptalands er komið áfram í átta liða úrslit Afríkukeppninnar í fótbolta eftir 3-1 sigur í framlengdum leik gegn Benín í kvöld. 5.1.2026 18:44
Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur telur á Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, myndi íhuga að taka við Manchester United yrði honum boðið starfið. 5.1.2026 17:59
Freyr himinlifandi með íslensku strákana Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, hrósar Íslendingunum tveimur sem hann sótti til liðsins í hástert. Það segi allt um hugarfar þeirra hvers fljótt þeim tókst að aðlagast Brann og Bergen og að láta til sín taka í Noregi. 22.12.2025 09:32
Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Þau stóru tíðindi bárust úr herbúðum KR í gær að þaulreyndi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason væri orðinn leikmaður liðsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gleðst yfir því að fá svo stóran prófíl inn í leikmannahóp sinn. Arnór muni koma með gæði að borðinu innan vallar hjá KR en Óskar er ekki síður spenntur fyrir því sem hann getur gert fyrir félagið utan vallar. 22.12.2025 08:00
Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Morgan Rogers skoraði bæði mörk Aston Villa er liðið vann sinn sjöunda sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tók á móti Manchester United á Villa Park í leik sem lauk með 2-1 sigri heimamanna. 22.12.2025 07:01