Fanney verður ekki með gegn Ólympíumeisturunum Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttir sem fékk höfuðhögg á æfingu sem veldur því að hún mun ekki geta tekið þátt í tveimur æfingaleikjum gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. 24.10.2024 10:21
HM í bakgarðshlaupi: Íslenska landsliðið með risa bætingu Íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum stórbætti árangur sinn milli heimsmeistaramóta en í ár hlupu fimmtán fulltrúar Íslands alls 595 hringi. 23.10.2024 13:31
Þorleifur bakgarðshlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi. 23.10.2024 10:02
Sjáðu boxið þar sem Arnar tekur út bann í úrslitaleiknum: „Þetta er erfitt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, mun ekki geta hvatt sína menn áfram frá hliðarlínunni í úrslitaleik Bestu deildarinnar gegn Breiðabliki um komandi helgi. Þess í stað verður hann í boxi í stúku Víkingsvallar og tekur út leikbann. Við ræddum við Arnar og litum við í boxinu fræga. 23.10.2024 09:01
Þakklátir fyrir en sjá á eftir Aroni: „Útskýrði vel fyrir liðinu hvað væri í gangi“ Karlalið FH í handbolta tekur á móti sænsku meisturunum í Savehof í 3.umferð Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik FH liðsins eftir brotthvarf stórstjörnunnar Arons Pálmarssonar. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir alla í FH liðinu sýna Aroni skilning með ákvörðun hans og samgleðjast honum. Fram undan sé hins vegar mikil vinna sem felst í því að reyna fylla í hans skarð. 22.10.2024 12:32
HM í bakgarðshlaupum: Mari hleypur með rifinn liðþófa | „Veit ekki hvað bíður mín“ Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í dag og Ísland sendir vaska sveit til leiks. Þeirra á meðal er stuðpinninn Mari Järsk sem lætur rifu í liðþófa ekki standa í vegi fyrir þátttöku sinni á mótinu. 19.10.2024 08:02
Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi. 18.10.2024 09:28
Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. 18.10.2024 08:03
Martin fékk óvænt símtal á fæðingardeildinni Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Alba Berlín, birtist í skemmtilegu innslagi hjá Dyn Basketball þar sem að hann upplýsti hvert væri þekktasta nafnið í símaskránni hjá honum og kom í ljós að það er fyrrverandi NBA leikmaður Tony Parker sem varð fjórfaldur NBA meistari á sínum ferli. 17.10.2024 07:31
Andrea setur met á EM í dag: „Við stefnum á fyrsta sætið“ Með því að hefja leika með íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum á Evrópumótinu í Bakú í dag mun Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði liðsins setja mótsmet. Hún er bjartsýn á að Ísland geti unnið til gullverðlauna á mótinu. 17.10.2024 07:02