Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlin, gæti hafa fundið mjög svo óvænta lausn á meiðslum sem hafa verið að plaga hann að undanförnu. Með því að skipta um körfuboltaskó hefur hann ekki fundið til í margar vikur en málið er þar með ekki svo auðveldlega úr sögunni. 26.2.2025 08:00
„Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. 25.2.2025 12:03
Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25.2.2025 07:31
Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Áhuginn er mikill hjá gestgjafaþjóðum EM í körfubolta að fá Ísland í sinn riðil að sögn Hannesar S. Jónssonar, framkvæmdastjóra KKÍ, sem bindur vonir við að með sæti á stórmóti verði íslenskur körfubolti á toppnum er kemur að fjárframlagi til landsliðsstarfsins. 24.2.2025 13:31
Sár Verstappen hótar sniðgöngu Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen er allt annað en sáttur með móttökurnar sem hann fékk í O2 höllinni í Lundúnum á eins konar frumsýningarkvöldi mótaraðarinnar á dögunum. Baulað var hressilega á Hollendinginn er hann var kynntur til leiks á umræddu kvöldi. 24.2.2025 12:01
„Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22.2.2025 08:03
Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildar karla í fótbolta rétt í þessu. Real Sociedad, með íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í fararbroddi, mun þurfa að leggja Rauðu djöflana í Manchester United af velli til að komast áfram í átta liða úrslitin. 21.2.2025 12:25
Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Dagmar Agnarsdóttir er engin venjuleg amma. Hún sneri heim til Íslands af Evrópumóti í kraftlyftingum á dögunum með gullverðlaun og þremur heimsmetum ríkari. Barnabörnin máta vöðvana sína við hennar og eru stolt af því að eiga þessa ofur ömmu. 21.2.2025 07:32
Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta segir mikilvægt fyrir liðið að einbeita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ísland getur tryggt sér farmiða á EM. 20.2.2025 13:02
Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Umspilinu fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Sá stærsti án efa seinni leikur ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid við Englandsmeistara Manchester City. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem bókað er að kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins sem verða að sjálfsögðu allir sýndir á sportrásum Stöðvar 2. 19.2.2025 17:30