Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“

Arnór Þór Gunnars­son, fyrr­verandi at­vinnu- og lands­liðs­maður í hand­bolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá fé­laginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir ára­tug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úr­vals­deildar­liðsins Bergischer út yfir­standandi tíma­bil og byrjar vel.

Ungir strákar þarna úti sem gætu spilað á HM á Ís­landi

HM í handbolta árið 2031 verður haldið í Danmörku, Noregi og á Íslandi. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskt íþróttalíf en ný þjóðarhöll verður að vera orðin að veruleika fyrir þann tíma. „Fáránlega spennandi dæmi,“ segir landsliðsþjálfari Íslands sem sjálfur fylgdist með HM hér á landi árið 1995 og fylltist innblæstri.

Ó­­­trú­­legur lækninga­máttur í dalnum vekur furðu

KR-ingar not­færðu sér nokkuð ný­lega brellu úr brellu­bók knatt­spyrnu­heimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um ný­liðna helgi. At­vikið var til um­ræðu í upp­gjörs­þættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir.

Barns­hafandi eftir langt ferli sem tók á and­lega

Knatt­spyrnu­konan Gunn­hildur Yrsa Jóns­dóttir og unnusta hennar Erin Mc­Leod eiga von á sínu fyrsta barni saman. Gunn­hildur greindi frá því á dögunum að hún væri barns­hafandi og mun hún því ekki leika með Stjörnunni á yfir­standandi tíma­bili í Bestu deildinni. Ferlið að verða barns­hafandi. Tók hins vegar lengri tíma en þær höfðu á­ætlað.

Finnur Arnar fyrir pressunni? „Þjálfari fé­lags sem svífst einskis til að ná árangri“

Valur tapaði fyrir Stjörnunni í fyrsta leik 3.um­ferðar Bestu deildar karla síðast­liðið föstu­dags­kvöld og sitja Vals­menn því að­eins með fjögur stig af níu mögu­legum eftir fyrstu þrjá leiki sína á yfir­standandi tíma­bili. Arnar Grétars­son, þjálfari liðsins, virtist illa fyrir kallaður í við­tölum eftir leik og var staða hans til um­ræðu í upp­gjörs­þættinum Stúkan á Stöð 2 Sport í gær.

Fær þriggja leikja bann fyrir pungs­park á Hlíðar­enda

Aga- og úr­skurða­nefnd Körfu­knatt­leiks­sam­bands Ís­lands hefur dæmt David Guar­dia Ramos, leik­mann Hattar í Subway deild karla, í þriggja leikja bann vegna hátt­semi sinnar í þriðja leik Vals og Hattar í úr­slita­keppni deildarinnar á dögunum. Frá þessu er greint á vef KKÍ núna í morguns­árið.

Þýðir ekki að mæta með hangandi haus: „Það er ekkert bull“

Ís­lenska karla­lands­liðið í hand­bolta mun þurfa að tryggja sér sæti á HM án þess að geta treyst á lands­liðs­mark­vörðinn Viktor Gísla Hall­gríms­son í ein­vígi sínu gegn lands­liði Eist­lands. Lands­liðs­þjálfarinn segir það ekki þýða neitt að mæta með hangandi haus í verk­efnið sem er gegn fyrir fram tölu­vert veikari and­stæðingi.

Hafi ekki séð styrk­­leika sína nægi­­lega vel

Eftir löng sam­töl er ís­­lenski lands­liðs­­maðurinn í fót­­bolta, Andri Lucas Guð­john­­sen loksins orðinn leik­­maður Lyng­by að fullu. Hann segir vanga­veltur um fram­­tíð sína ekki hafa truflað sig innan vallar og þá horfir hann björtum augum fram á komandi tíma hjá Lyng­by sem stendur í ströngu um þessar mundir í efstu deild Dan­­merkur. Hann kveður því sænska fé­lagið IFK Norr­köping að fullu og finnst sínir styrk­leikar ekki hafa fengið að skína í gegn þar.

N­evil­le orð­laus: „Var þetta gert opin­bert á sínum tíma?“

Bastian Schwein­steiger, fyrr­verandi leik­manni Manchester Unti­ed, var meinaður að­gangur að búnings­klefa aðal­liðsins á æfingar­svæði fé­lagsins eftir að Portúgalinn José Mourin­ho tók við stjórnar­taumunum hjá fé­laginu. Schwein­steiger sagði sögu sína í við­tali hjá Gary N­evil­le, fyrr­verandi leik­manni og fyrir­liða Manchester United, sem var auð­sjáan­lega mjög hissa á þeirri sögu sem Schwein­steiger hafði að segja.

Sjá meira