Körfubolti

Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin

Aron Guðmundsson skrifar
Martin í leik með Alba Berlin
Martin í leik með Alba Berlin

Martin Hermannsson var í eldlínunni með Alba Berlin er liðið hafði betur gegn Rasta Vechta í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, lokatölur 93-85 sigur Alba Berlin.

Martin spilaði rétt tæpar tuttugu og fimm mínútur í leik kvöldsins og setti niður níu stig. 

Auk þess var hann duglegur að búa til góð færi fyrir liðsfélaga sína og eru hans níu stoðsendingar til marks um það. Þá reif Martin niður tvö fráköst og var framlagshæsti leikmaður Alba Berlin í leiknum.

Sigur Alba Berlin var annar sigur liðsins í röð í þýsku deildinni og sá fimmti í síðustu sex leikjum liðsins.

Alba Berlin vermir nú 3.sæti þýsku deildarinnar og er með sama stigafjölda (22) og Wurzburg í 2.sætinu. Bayern Munchen er með sex stiga forskot á bæði þessi lið og á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×