Líkir stöðu Alberts við þá sem hann kynntist hjá Salah Hollenski miðjumaðurinn Kevin Strootman fer fögrum orðum um samherja sinn hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Genoa, Íslendinginn Albert Guðmundsson. Albert hefur farið á kostum á yfirstandandi tímabili og er Strootman hræddur um að Íslendingurinn verði ekki lengi á mála hjá Genoa í viðbót, haldi hann áfram að spila svona. 8.11.2023 10:30
Guðni liggur undir feldi en Jón Rúnar hefur ekki áhuga Ljóst er að kosið verður um nýjan formann Knattspyrnusambands Íslands á næsta ári. Íþróttadeild Vísis fór á stúfana og kannaði landslagið hjá einstaklingum sem hafa verið orðaðir við formannsframboð hjá KSÍ eða verið í umræðunni í tengslum við embættið undanfarin ár. 7.11.2023 12:24
Engan bilbug að finna á Hákoni: „Fáum annan séns til þess að klára þetta“ Íslendingalið Elfsborg, með Íslendinginn Hákon Rafn Valdimarsson í markinu, náði ekki að tryggja sér sænska meistaratitilinn í fótbolta um nýliðna helgi en liðið mun leika hreinan úrslitaleik gegn Malmö um komandi helgi. 7.11.2023 11:00
Baldvin setur stefnuna á Ólympíuleikana: „Væri algjör draumur“ Íslenski langhlauparinn Baldvin Þór Magnússon hefur átt afar góðu gengi að fagna á árinu og sett fjögur ný Íslandsmet. Í 5000 metra hlaupi innanhúss, í mílu innanhúss, 1500 metra utanhúss og 3000 metra hlaupi utanhúss. Það er aðallega löngun Baldvins í að bæta sig í sífellu, fremur en löngun hans í Íslandsmet sem ýtir undir hans árangur upp á síðkastið og hefur hann nú sett stefnuna á að uppfylla draum sinn um að komast á Ólympíuleikana. 7.11.2023 08:01
„Við verðum að nýta tímann vel“ Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðslatímabil og nálgast nú hraðbyri toppform. Hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar gegn Færeyjum. 3.11.2023 16:01
Stiven vinnur aftur með Snorra: „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa“ Stiven Tobar Valencia er bjartsýnn fyrir komandi tíma íslenska karlalandsliðsins í handbolta undir stjórn Snorra Stein Guðjónssonar sem stýrir í kvöld sínu fyrsta leik sem landsliðsþjálfari. Stiven, sem leikur með Benfica í Portúgal, þekkir vel til Snorra Steins frá fyrri tíð. 3.11.2023 15:00
Erlendu leikmenn Grindavíkur vel upplýstir: „Nóttin var ekkert eðlileg“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuboltanum, segir vel haldið utan um erlendu leikmennina í liðinu sem eru flestir að finna fyrir almennilegri jarðskjálftavirkni í fyrsta sinn á ævinni þessa dagana. Órói hefur gert vart um sig á svæðinu en Ólafur sjálfur er rólegur yfir stöðunni og svaf hann af sér skjálfta næturinnar. 3.11.2023 13:01
Nýr kafli hefst formlega í kvöld: „Ég finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn Guðjónsson snýr í kvöld aftur í Laugardalshöll með íslenska landsliðinu í handbolta en nú í allt öðru hlutverki sem landsliðsþjálfari. Það er í kvöld sem íslenska landsliðið hefur formlega vegferð sína undir stjórn hins nýja landsliðsþjálfara er Færeyingar mæta í heimsókn. Snorri er ánægður með það sem hann hefur séð frá liðinu í vikunni fram að leik. 3.11.2023 11:30
„Sérstakt að vera allt í einu kippt út úr þessu“ Dagný Lísa Davíðsdóttir var árið 2022 valin besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta og var hún á sama tíma reglulegur hluti af íslenska landsliðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfuboltavellinum og óvíst er hvenær hún snýr aftur. 3.11.2023 09:31
Kúvending á raunum Viggós sem gæti leikið með landsliðinu Svo gæti vel verið að Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, geti beitt sér í komandi landsleikjum íslenska landsliðsins í handbolta þrátt fyrir að hann hafi verið að glíma við meiðsli. Hann gerir nú allt sem í sínu valdi stendur til þess að verða klár því hann veit hversu mikilvægir þessir leikir eru upp á framhaldið hjá íslenska landsliðinu. 3.11.2023 07:30