Leikdagur í Munchen: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2025 09:01 Kjartan Henry Finnbogason og Guðmundur Benediktsson eru í Munchen fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem fram fer þar í borg í kvöld. Paris Saint Germain og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Allianz Arena í Munchen í kvöld. Þar eru Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason staddir og munu lýsa herlegheitunum þaðan í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir úrslitaleiknum í kvöld og í innslagi frá Allianz Arena, sem sjá má hér fyrir neðan hita Gummi og Kjartan Henry rækilega upp fyrir þennan stærsta leik fótboltaleik ársins. Klippa: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Á leið sinni að úrslitaleiknum hefur Paris Saint-Germain lagt stórlið af velli á borð við Liverpool, Aston Villa og Arsenal á meðan að Inter Milan fór í gegnum Feyenoord, FC Bayern og Barcelona í útsláttarkeppninni.Frakklandsmeistararnir frá Paris hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en komust nálægt því fyrir fimm árum síðan en töpuðu þá í úrslitaleik keppninnar. Tvö ár hafa liðið síðan að Inter Milan keppti síðast til úrslita í Meistaradeildinni, þá lá liðið í valnum gegn Manchester City. Fimmtán ár hafa liðið síðan að Inter vann síðast Meistaradeild Evrópu. „Þessi lið eru vel að þessu komin, leikirnir sem þau buðu bæði upp á voru þvílík skemmtun, maður er enn þá að hugsa um þessa leiki. Allir byrjuðu trúa á að hoppa á PSG vagninn þegar að þeir hentu Liverpool á sannfærandi máta úr leik. Svo þetta Inter lið. Ég veit ekki hversu oft menn voru búnir að gefa þá upp á bátinn en þeir komu til baka. Við sáum nú þjálfara liðsins og leikmenn áðan, þetta eru ekkert eðlilega svalir gæjar. Það ber engum að halda að þetta verði eitthvað auðvelt öðru hvoru megin. Fyrst og fremst eru þarna tvö mjög ólík lið að mætast. Annað liðið mjög strúktúrerað og allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á meðan hitt liðið er villtara, maður á mann lið sem spilar 4-3-3 með unga stráka innanborðs sem eru hrikalega fljótir fram á við. Það gerir leikinn svo spennandi hvað þetta eru ólík lið.“ Úrslitaleikur Paris Saint-Germain og Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer á Allianz Arena í Munchen hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik með sérfræðingum Stöðvar 2 Sport hefst fimmtíu mínútum áður, nánar tiltekið klukkan tíu mínútur yfir sex. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir úrslitaleiknum í kvöld og í innslagi frá Allianz Arena, sem sjá má hér fyrir neðan hita Gummi og Kjartan Henry rækilega upp fyrir þennan stærsta leik fótboltaleik ársins. Klippa: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Á leið sinni að úrslitaleiknum hefur Paris Saint-Germain lagt stórlið af velli á borð við Liverpool, Aston Villa og Arsenal á meðan að Inter Milan fór í gegnum Feyenoord, FC Bayern og Barcelona í útsláttarkeppninni.Frakklandsmeistararnir frá Paris hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en komust nálægt því fyrir fimm árum síðan en töpuðu þá í úrslitaleik keppninnar. Tvö ár hafa liðið síðan að Inter Milan keppti síðast til úrslita í Meistaradeildinni, þá lá liðið í valnum gegn Manchester City. Fimmtán ár hafa liðið síðan að Inter vann síðast Meistaradeild Evrópu. „Þessi lið eru vel að þessu komin, leikirnir sem þau buðu bæði upp á voru þvílík skemmtun, maður er enn þá að hugsa um þessa leiki. Allir byrjuðu trúa á að hoppa á PSG vagninn þegar að þeir hentu Liverpool á sannfærandi máta úr leik. Svo þetta Inter lið. Ég veit ekki hversu oft menn voru búnir að gefa þá upp á bátinn en þeir komu til baka. Við sáum nú þjálfara liðsins og leikmenn áðan, þetta eru ekkert eðlilega svalir gæjar. Það ber engum að halda að þetta verði eitthvað auðvelt öðru hvoru megin. Fyrst og fremst eru þarna tvö mjög ólík lið að mætast. Annað liðið mjög strúktúrerað og allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á meðan hitt liðið er villtara, maður á mann lið sem spilar 4-3-3 með unga stráka innanborðs sem eru hrikalega fljótir fram á við. Það gerir leikinn svo spennandi hvað þetta eru ólík lið.“ Úrslitaleikur Paris Saint-Germain og Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer á Allianz Arena í Munchen hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik með sérfræðingum Stöðvar 2 Sport hefst fimmtíu mínútum áður, nánar tiltekið klukkan tíu mínútur yfir sex.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira