Eignast meirihluta í Streifeneder Embla Medical, móðurfélag Össurar, eignaðist í dag 51 prósenta hlut í þýska stoðtækjafyrirtækinu Streifeneder ortho.production GmbH (“Streifeneder”) eftir að kaupin voru samþykkt af eftirlitsaðilum í Þýskalandi. 29.8.2025 12:10
Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Vesturbæjarlaug verður lokuð frá klukkan 13.30 í dag, föstudaginn 29. ágúst, þar sem nauðsynlegt er að endursanda þrep ofan í laugina. 29.8.2025 11:57
Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Enn er heitavatnslaust í öllum Grafarvogi í Reykjavík eftir að lögn við Vesturlandsveg bilaði í nótt. Grafarvogsbúar mega gera ráð fyrir að heitavatnsleysi fram á kvöld. 29.8.2025 10:38
Shinawatra bolað úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“. 29.8.2025 09:53
Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Heitavatnslaust er í öllum Grafarvogi eftir að lögn bilaði í nótt. Lekinn er sagður á erfiðum stað í kerfinu og mun taka töluverðan tíma að lagfæra hann. 29.8.2025 07:24
Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma. 29.8.2025 07:18
Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum segir að árásarmaðurinn, sem skaut tvö börn til bana og særði átján til viðbótar í árás í kaþólskum skóla á miðvikudag, hafi verið „heltekinn af hugmyndinni um að drepa börn“. 29.8.2025 07:00
Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29.8.2025 06:27
Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem var til vandræða á bar í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var í annarlegu ástandi og með hníf meðferðis. 29.8.2025 06:10
Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Innviðaþing 2025 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Sterkir innviðir – sterkt samfélag“. 28.8.2025 08:40
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent