Fljúga til Gautaborgar næsta sumar Icelandair mun bæta Gautaborg í Svíþjóð við leiðakerfið sumarið 2025. 17.9.2024 11:09
Verður kanslaraefni Kristilegra demókrata Kristilegir demókratar í Þýskalandi hafa ákveðið að Friedrich Merz, formaður CDU, verði kanslaraefni flokkanna í þingkosningum sem fram fram í Þýskalandi á næsta ári. Líklegt þykir að hann muni þar keppast um kanslaraembættið við núverandi kanslara, Olaf Scholz. 17.9.2024 10:22
Næsta lægð nálgast úr suðvestri Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og er spáð björtu og fremur hlýju veðri á Norðaustur- og Austurlandi, en að verði skýjað og sums staðar smávæta í öðrum landshlutum. 17.9.2024 07:10
Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Hafsteinn Dan Kristjánsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Lagadeild Háskólans í Reykjavík, að undangengnu formlegu mati á hæfi. 16.9.2024 13:59
Ráðin nýr yfirlögfræðingur Hugverkastofunnar Brynhildur Pálmarsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur hjá Hugverkastofunni. 16.9.2024 13:08
Jóhann Óli hlýtur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Jóhann Óli Hilmarsson, fuglavísindamaður og fuglaljósmyndari, hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. 16.9.2024 12:19
Eiríkur Elís og Eyvindur metnir hæfastir Eiríkur Elís Þorláksson dósent og Eyvindur G. Gunnarsson prófessor eru metnir hæfastir til að hljóta setningu í embætti dómara við Landsrétt. 16.9.2024 10:15
Níu af hverjum tíu Íslendingum myndu kjósa Harris Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, eða 91 prósent, myndu kjósa demókratann og varaforseta Bandaríkjanna, Kamölu Harris, ef þeir væru með kosningarétt í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. Níu prósent myndu kjósa repúblikanann og forsetann fyrrverandi, Donald Trump. 16.9.2024 07:56
Gular viðvaranir í hvassviðris Það gengur í austlæga átt, átta til fimmtán metra en fimmtán til 23 metra á sekúndu sunnanlands í dag. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna vinds fyrir Suðurland og miðhálendið. 16.9.2024 07:26
Tito Jackson er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn Tito Jackson, einn af upprunalegum liðsmönnum sveitarinnar Jackson 5 og bróðir Michaels Jackson heitins, er látinn. 16.9.2024 07:17