Vaxandi suðaustanátt og bætir í rigningu Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á landinu í dag þar sem lægð suður af Hvarfi nálgast landið úr suðvestri. 10.5.2024 07:11
Lengri lokun þar sem kerfið hefur „hangið á bláþræði“ Árleg vorlokun Seltjarnarneslaugar verður lengri í ár en síðustu ár. Skipta þarf um stýrikerfi sem forstöðumaður laugarinnar segir að hafi „hangið á bláþræði“ í of langan tíma. 8.5.2024 14:10
Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 8.5.2024 10:01
Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8.5.2024 10:00
Bein útsending: Þrjátíu ár af EES-samstarfi Sérstakt málþing verður haldið í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli EES-samningsins þar sem rætt verður um ávinning, tækifæri og áskoranir samstarfsins. 8.5.2024 09:30
Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8.5.2024 08:31
Ráðin aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Linda Jónsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarforstjóra og fjármálastjóra Sidekick Health. 8.5.2024 08:15
Kaupa Íslensk verðbréf Skagi, móðurfélag Vátryggingafélags Íslands, hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa um kaup Skaga á 97,07 prósent hlutafjár í félaginu. 8.5.2024 07:28
Líkur á stöku skúrum eða slydduéljum fram eftir degi Háþrýstisvæði á Grænlandshafi og lægð fyrir norðan land beinir nú vestlægri átt til landsins og má reikna með að víða verði gola eða kaldi í dag. Léttskýjað verður á Suðausturlandi, en bjart með köflum annars staðar og líkur á stöku skúrum eða slydduéljum fram eftir degi. 8.5.2024 07:11
Hætta skerðingum til stórnotenda Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. 7.5.2024 14:26