Erlent

Bein út­sending: Hver hlýtur friðar­verð­laun Nóbels?

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 9.
Fundurinn hefst klukkan 9. Getty

Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár.

Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnir um verðlaunahafa, en fundurinn hefst á slaginu níu.

Hægt verður að fylgjast með fréttamannafundinum í spilaranum að neðan.

Það voru japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem stofnuð voru af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki, sem hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×