varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ný sendiskrif­stofa opnuð í Sí­erra Leóne

Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina.

Spá því að stýri­vextir haldist ó­breyttir

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Spáin rímar við spá Íslandsbanka sem gerir einnig ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir.

Bein út­sending: Árs­fundur SFS – Best í heimi?

Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fer fram í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 13 og 15. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er „Best í heimi?“, en hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Mun bjóða upp á sömu flug­á­ætlun og Blá­fugl áður

Nýtt flugfraktfélag, Odin Cargo, hefur gengið frá langtímasamningum við birgja og hyggst bjóða uppá sömu flugáætlun og Bláfugl, sem nýverið skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu. Odin Cargo mun bjóða upp á fraktflug alla virka daga milli Keflavíkur, Billund og Kölnar.

Guð­ný og Sigurður Helgi til SI

Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson hafa verið ráðin viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Guðný ber ábyrgð á framleiðsluiðnaði og Sigurður Helgi landbúnaði og matvælaiðnaði.

Danir rýmka reglur um þungunar­rof

Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur náð samkomulagi við fjóra flokka í stjórnarandstöðunni um að rýmka reglur landsins um þungunarrof þannig að heimilt verði að gangast undir þungunarrof fram að átjándu viku meðgöngu.

Rigning með köflum víðast hvar

Lægðasvæði suðvestur og vestur af landinu stýrir veðrinu hjá okkur næstu daga og má gera ráð fyrir rigningu með köflum í dag en þurru fram eftir degi norðaustanlands.

Sjö vilja taka við af Gunnari

Alls bárust sjö umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 9. apríl síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 30. apríl. Gunnar Jakobsson baðst á dögunum lausnar og var Arnór Sighvatsson settur tímabandið í embættið.

Sjá meira