Hættir eftir sautján ára starf Kristinn Albertsson fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum í rúm sautján ár og á þeim tíma að mestu verið staðsettur í Rotterdam. 3.4.2024 14:22
Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3.4.2024 14:14
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3.4.2024 09:16
Elsti karlmaður heims látinn Venesúelamaðurinn Juan Vicente Perez Mora er látinn, 114 ára að aldri. Hann var árið 2022 útnefndur elsti karlmaður heims af Heimsmetabók Guinness. 3.4.2024 08:32
Vilja flugvöllinn nefndan í höfuðið á Trump Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lagt fram lagafrumvarp sem felur í sér að nafni Dulles-alþjóðaflugvallarins í Virginíu verði breytt í „Donald J. Trump-alþjóðaflugvöllurinn“. Demókratar á þinginu hafa hæðst að hugmyndinni. 3.4.2024 07:53
Þokkalega bjart veður víðast hvar Veðurstofan gerir ráð fyrir hægum vindi um allt land í dag og þokkalega björtu veðri víðast hvar. Má því reikna með að það verði þurrt um mest allt land. 3.4.2024 07:04
Lára ráðin til stýra almannatengsladeild Pipar/TBWA Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Láru Zulima Ómarsdóttur í starf leiðtoga almannatengsla (Head of Communication & Public Relations) og mun hún stýra almannatengsladeild stofunnar. 2.4.2024 14:46
Með 800 grömm af kókaíni innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í sextán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega átta hundruð grömm af kókaíni með flugi til landsins í janúar síðastliðinn. 2.4.2024 14:30
Ráðin yfirlögfræðingur VÍS trygginga Bergrún Elín Benediktsdóttir hefur verið ráðin sem yfirlögfræðingur VÍS trygginga. 2.4.2024 10:44
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2.4.2024 10:33