Lífið

Rick Davies í Super­tramp er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Rick Davies á tímleikum í Þýskalandi árið 2010.
Rick Davies á tímleikum í Þýskalandi árið 2010. EPA

Rick Davies, söngvari, lagasmiður og hljómborðsleikari bresku rokksveitarinnar Supertramp, er látinn. Hann varð 81 árs gamall,

Davies, sem var í hópi stofnmeðlima sveitarinnar áið 1969, lést síðastliðinn laugardag, 6. september, að því er segir í frétt Guardian. Andlátið er sömuleiðis staðfest í yfirlýsingu á Facebook-síðu sveitarinnar.

„Sem meðhöfundur laganna ásamt Roger Hodgson var hann rödd og píanistinn á bak við þekktustu lög Supertramp,“ segir í færslunni.

Sveitin var stofnuð í London árið 1969 eftir að Davies hitti Roger Hodgson eftir að hann lét birta auglýsingu í tónlistartímaritinu Melody Maker. Sveitin sló svo í gegn með plötunni Crime of the Century árði 1974.

Davies, sem greindist með tegund blóðkrabbameins fyrir tíu árum síðan, samdi mörg af vinsælustu lögum Supertramp, meðal annars Goodbye Stranger, Bloody Well Right og The Logical Song.

Vinsælasta plata sveitarinnar var Breakfast in America sem kom úr árið 1979 og rataði á topp Billboard-listans. Á þeirri plötu var meðal annars að finna lögin The Logical Song og Goodbye Stranger. Platan var á sínum tíma tilnefnd til tveggja Grammy-verðlauna.

Hodgson sagði skilið við sveitina árið 1983 en Davies hélt hins vegar áfram. Hugmyndir voru uppi um að sveitin kæmi aftur saman árið 2015 en ekkert varð úr því vegna krabbameinsgreiningar Davies.

Davis lætur eftir sig eiginkonuna Sue, sem var um árabil umboðsmaður sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.